Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 58
5fi
ÚRVAL
vera komin inn í skóginn og
hugðumst grafa beint upp. Þá
fóru Þjóðverjarnir allt í einu að
höggva trén! Þetta reyndist
vera tilviljun; þeir ætluðu að
reisa þarna nýjar fangabúðir.
En við ákváðum að láta til skar-
ar skríða, þrátt fyrir þetta. En
áður en flóttinn yrði fram-
kvæmdur, fann ,,snuðrari“ hler-
ann að „Tom“ — og þar með
voru 260 feta löng jarðgöng úr
sögunni. —
Við ákváðum á fundi, að hald-
ið skyldi áfram með „Dick, og
„Harry“, en talið var rétt að
bíða vetrarins, því að þá yrði
eftirlitið ekki eins strangt, og
auðveldara að flýja, sökum
veðráttunnar. —•
Snemma árs 1944 hófum við
gröftinn á ný. Þjóðverjar voru
byrjaðir að reisa fangabúðir,
þar sem „Dick“ átti að koma
upp á yfirborðið, og við hætt-
um því við hann, en snerum
okkur einvörðungu að „Harry“.
En nú var snjór á jörðu og ekki
gott að fela sandinn. Einn
verkamannanna stakk upp á
því, að við losuðum sandinn
undir leikhúsið. Hann hafði tek-
ið eftir því, að Þjóðverjamir
litu aldrei undir það.
Við höfðum sjálfir byggt leik-
húsið og séð svo um, að enginn
smuga væri þar, sern „snuðrar-
ar“ gætu notað til þess að
standa á gægjum. Undir gólfinu
var gryfja, sem taka myndi
mörg tonn af sandi. Verkfræð-
ingar okkar settu hjarir á eitt
sætið og gerðu hlera á gólfið
midir því. Nótt eftir nótt bárum
við sand inn í leikhúsið og los-
uðum hann ofan í gryfjuna. —
Við grófum 12 fet á dag, í
þrem vöktum. 1 janúarlok gerð-
um við jarðhús, er við höfðum
grafið 100 fet. Við álitum, að
300 feta löng göng næðu inn
undir skóginn.
Erfiðleikamir fóru vaxandi.
Það var kalt og saggasamt í
göngunum, og „grafararnir“
vora síkvefaðir. Við voram
orðnir uppiskroppa með raf-
magnsvir, og urðmn að notast
við kolurnar. Sandhrun voru
orðin tíð.
En um miðjan febrúar var
búið að grafa önnur 100 fet og
gera annað jarðhús. Það var
rétt undir ytri girðingunni. Enn
var 100 feta spölur eftir.
Um þessar mundir urðum við
fyrir óvæntu happi. Þýzkir
verkamenn, sem vora að koma
fyrir hátölurum, lögðu frá sér
tvær rúllur af rafmagnsvír og