Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 71

Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 71
LIST ER EKKI FYRIR ALLA 69 Stóra-Bretlands njóta tíu þús- imdir manna listaverka. Það er ekki svo afleitt. Það borgar sig að berjast vegna þess. Það sýn- ist réttlæta alla fjáreyðslu og erfiðleika við þetta sérkennilega starfssvið mannsandans. Samt er hér aðeins um að ræða eitt prósent af allri þjóðinni. Staðreyndin er sú, að listin hlýtur að verða það, sem hún hefir alltaf verið — skýrt dæmi þess, hvernig fáir stjórna mörg- um. f þessum skilningi er hún aigerlega aristókratísk, en það er ekki sama og hún sé einka- réttindi þjóðfélagsstéttar eða auðmanna. Það þarf aðeins eitt til þess að geta metið list — dálitlar tómstundir. Og hvort sem það verður til góðs eða ills virðast tómstimdir eitt af því fáa, sem hin nýja tæknimenning fær til leiðar komið. Lýðræðis- legur listarskilningur er ekki skilningur meirihlutans, held- ur er honum þannig skipt, að í öllmn stéttum þjóðfélagsins eru fáeinir hæfir til þessarar andlegu starfsemi og geta stundað hana án þess að vera einmana eða þola skort. í sér- hverjum hóp innan þjóðfélags- ins — í verksmiðjunni, þorpinu, skrifstofunni — ætti að vera fáeinar manneskjur, sem trúa svo sterkri trú, að þær geti haft áhrif á hina daufu. Og þessir menn verða að geta rétt- lætt trú sína með því að hafa aðgang að listaverkunum. Spámenn viðreisnarinnar halda því venjulega fram, að listin geti því aðeins náð til almennings, að hún verði flutt inn í daglegt líf með tækjum, sem notuð eru hversdagslega. Enginn mun neita, að nauðsyn- legt sé, að áhaldasmíði verði listrænni. En aldrei hefir viljinn til að trúa verið á slíkum hrak- hólum sem nú. í nálega öllum mönnum er trúin eins og flögr- andi fugl, sem hvergi getur sezt. Listin getur orðið eins og brennidepill og safnað saman allri þessari trú, sem nú er á reiki. En sú list, sem reynist fær um að gegna þessu hlut- verki, getur ekki verið listin í notkun stáls og glers. Hver er lykillinn að andanum í öllum trúarbrögðum ? Töfrar, helgi- siðir, líkingar, ást. Listaverk hafa verið tignuð einmitt vegna þess, að menn fundu í þeim eitt- hvað af þessum dularfullu verð- mætum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.