Úrval - 01.02.1946, Síða 71
LIST ER EKKI FYRIR ALLA
69
Stóra-Bretlands njóta tíu þús-
imdir manna listaverka. Það er
ekki svo afleitt. Það borgar sig
að berjast vegna þess. Það sýn-
ist réttlæta alla fjáreyðslu og
erfiðleika við þetta sérkennilega
starfssvið mannsandans. Samt
er hér aðeins um að ræða eitt
prósent af allri þjóðinni.
Staðreyndin er sú, að listin
hlýtur að verða það, sem hún
hefir alltaf verið — skýrt dæmi
þess, hvernig fáir stjórna mörg-
um. f þessum skilningi er hún
aigerlega aristókratísk, en það
er ekki sama og hún sé einka-
réttindi þjóðfélagsstéttar eða
auðmanna. Það þarf aðeins eitt
til þess að geta metið list —
dálitlar tómstundir. Og hvort
sem það verður til góðs eða ills
virðast tómstimdir eitt af því
fáa, sem hin nýja tæknimenning
fær til leiðar komið. Lýðræðis-
legur listarskilningur er ekki
skilningur meirihlutans, held-
ur er honum þannig skipt, að í
öllmn stéttum þjóðfélagsins
eru fáeinir hæfir til þessarar
andlegu starfsemi og geta
stundað hana án þess að vera
einmana eða þola skort. í sér-
hverjum hóp innan þjóðfélags-
ins — í verksmiðjunni, þorpinu,
skrifstofunni — ætti að vera
fáeinar manneskjur, sem trúa
svo sterkri trú, að þær geti
haft áhrif á hina daufu. Og
þessir menn verða að geta rétt-
lætt trú sína með því að hafa
aðgang að listaverkunum.
Spámenn viðreisnarinnar
halda því venjulega fram, að
listin geti því aðeins náð til
almennings, að hún verði flutt
inn í daglegt líf með tækjum,
sem notuð eru hversdagslega.
Enginn mun neita, að nauðsyn-
legt sé, að áhaldasmíði verði
listrænni. En aldrei hefir viljinn
til að trúa verið á slíkum hrak-
hólum sem nú. í nálega öllum
mönnum er trúin eins og flögr-
andi fugl, sem hvergi getur sezt.
Listin getur orðið eins og
brennidepill og safnað saman
allri þessari trú, sem nú er á
reiki. En sú list, sem reynist
fær um að gegna þessu hlut-
verki, getur ekki verið listin í
notkun stáls og glers. Hver er
lykillinn að andanum í öllum
trúarbrögðum ? Töfrar, helgi-
siðir, líkingar, ást. Listaverk
hafa verið tignuð einmitt vegna
þess, að menn fundu í þeim eitt-
hvað af þessum dularfullu verð-
mætum.