Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 60
58
T7RVAL
inni, og það var að vísu ekki
gott, en aftur á móti var vitað,
að ekki yrði tungsljós. Veður-
spámaður okkar bjóst við
stormi, sem myndi kæfa grun-
samlegan hávaða.
Fölsuðu skjölin voru fyllt út
og stimpluð með réttri dagsetn-
ingu, en slíkt var auðvitað ekki
hægt fyrr. Sumir flóttamenn-
irnir áttu að látast vera erlendir
verkamenn, aðrir þegnar hlut-
lausra þjóða, enn aðrir þýzkir
embættismenn, hermenn og
borgarar — og skjöl hvers og
eins urðu að koma heim við
frásögn hans.
Einn grafari fór út í endann
á jarðgöngunum, til þess að
athuga, hve langt væri upp að
yfirborðinu. Þegar hann rak
spýtu þrjá þumlunga upp í
hvelfinguna, sá hann dagsljósið,
sér til mikillar undrunar. Það
virtist að minnsta kosti ekki
vera miklum erfiðleikum bundið
að komast upp á yfirborðið.
Við lögðum teppi á gólfið í
göngunum, til þess að deyfa
hljóðið, og negldum fjalir á
dráttarvagnana, svo að flótta-
mennirnir gætu legið á þeim og
þeir síðan dregnir. Þegar
rökkva tók, fóru flóttamenn-
imir í dularklæði sín. Nestinu
var útbýtt. Það var óhugnan-
legur, en þó nærandi hræri-
grautur af súkkulaði, hafra-
mjöli, muldu kexi, vítamín-
pillum, rúgi og þurrmjólk, sem
allt var soðið saman.
Klukkan hálf níu var til-
kynnt, að allir væru reiðubúnir,
Tíu mínútum síðar fór fjusti
flóttamaðurinn niður stigann,
klæddur borgaralegiun fötum
og með heimatilbúna tösku í
hendinni. Næsti, í verkamanna-
fötum, fylgdi á hæla honum.
Bushellvarmeðal hinna 5 fyrstu.
Haxm var klæddur gráum föt-
um, svörtum frakka, með dökk-
an hatt og hélt á skjalatösku.
Það varð slæm töf, því að
fremsti maðurinn gat ekki losað
viðarborðin í lofti hvelfingar-
innar. Það leið næstum klukku-
tími, þar til hin þrútnu borð
losnuðu og grafið hafði verið
síðasta spölinn — hræðileg
stund fyrir þá, sem biðu niðri
í göngunum. Upp um opið sáust
nokkrar stjörnur blika og ferskt
loft frelsisins streyradi niður í
jarðgöngin.
En þegar maðurinn rak höf-
uðið gætilega upp um opið, brá
honum í brún. I stað þess að
holan væri inni í skóginum, var
hún um 10 fet frá honum og að-