Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 78
76
ÚRVAL
mennsku mannsins, aumingja-
skapinn, sem var svo sterkur
þáttur í eðii hans. Hann langaði
til að berja á einhverjum, en
varð ljóst, að sú ósk var ekkert
annað en undanbrögð og hætti
að hugsa um það. Nú var ekki
um það að ræða að beita hnef-
unum; nú reið á að komast að
endanlegri niðurstöðu um spill-
inguna, hvort það væri eðii
mannsins að vera reglulega
styrkur, eða hvort honum væri
áskapað að vera að eilífu smár
og blauður. Þessi sannindi voru
skýr og hrein í huga hans.
Þegar hann gekk upp tröppur
lítillar knæpu, minntist hann
þess allt i einu að hann væri að
ganga upp knæputröppur í
Kínaborg, og hann minntist,
hve skyndilega og laumulega
hann hafði beygt inn í portið.
Hannstóð í anddyri knæpunn-
ar, leit í kring um sig, drakk í
sig óþverraskapinn ekki aðeins
hin ytri óhreinindi, ódauninn,
ljóta veggina og lágt loftið,
heldur og hinn táknræna saur-
leika knæpunnar, tilvist hennar.
Það var borð í einu horninu og
lítil bjalla á því, og spjald á
veggnum, geriö svo vel .að
hringja bjÖUunni. Hann sneri
við bjöllunni og heyrði hana
hringja, og tók andköf um leið.
Meðan hann beið óþolinmóður,
þvi að hann yfirbugaði löngun-
ina til þess að hlaupa niður
tröppurnar og flýja, fór hann að
veita því athygli, að enginn
hlátur heyrðist, ekki bar á neinu
mikilfenglegu í sambandi við
það, sem var að gerast.
Hami heyrði fótatak í and-
dyrinu, mjúkir inniskór drógust
jnfir mjúkt teppi, og honum
fannst hljóðið viðkvæmnislegt.
Einhvervenjuleg manneskja var
að koma til hans; það var allfc
og sumt. Hann heyrði engah
hljóm voldugrar, guðdómlegrar
spillingar, engan hlátur. Og allt
í einu stóð hann andspænis lág-
vaxinni konu um fimmtugt, með
skegghýung á efri vör, hvítri
norn, og hann starði í ruddaleg
augu hennar; engin spilling —
óþverraskapur.
Hann langaði til að tala, en
gat það ekki. „Mig langar,“
sagði hann, og svelgdist svo á
ogblygðaðistsín. Svo þráði hann
að afmá þessa konu af jörðinni,
að ýta henni kurteislega til
hliðar, út úr lífinu: óþverra
hennar og andstyggð. Þá henti
hann það, sem honum fannst
vera ragmehnska, mesta rag-
mennska, sem komið hafði fyrir