Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 22
20
TTRVALi
vikum með báða fætur toogna,
en það höfðu þeir verið frá
bernsku. Nú var annar fóturinn
orðinn beinn. Um næstu tungl-
komu myndi hinn fóturinn vera
orðinn beinn líka. Móðir drengs-
ins myndi borga lækninguna
með 12 kjúklingum og einni
önd, en faðirinn með nýjum
eintrjáningi.
Iiöfðinginn leiddi mig inn í
opinnkofamnUndir pálmablaða-
þekjunni stóð eintrjáningur —
og í honurn var mótað sæti úr
leir og lágu frá því tvær, hall-
andi rennur. Drengnum var
lyft upp í sætið og bogni fótur-
inn lagður í aðra rennuna. Þrír
gamlir menn komu út úr kofa
töframannsins með grasker full
af hvítum legi og heltu honum
yfir hinn bogna fót drengsins.
Svo var komið með svarta pott-
inn og brugginu úr honum helit
yfir fótinn. Hvíti lögurinn varð
dökkur og olíubrák myndaðist
á yfirborðinu.
„Hann sefur í eintrjáningnum
í nótt,“ sagði höfðinginn. „Á
morgun rétturn við dálítið
meira úr fætinum."
Ég rak fingur ofan í löginn.
Það var sýrulykt af honum. Ég
þefaði úr graskenmum, til þess
að reyna að komast að rami um,
hvað í þeim hefði verið, en þau
vora strax tekin burt.
Næsta morgun lyfti höfðing-
inn, ásamt tveimur aðstoðar-
mönnum, drengnum upp úr ein-
trjáningnum og lagði hann á
borð. Holdið á bogna fætinum
var hruggótt eins og fílshúð.
Aðstoðarmennirnar festu fótinn
með hælurn, sem reknir voru
niður í borðið. Því næst þrýstu
þeir með höndunum á beygjuna..
Það réttist úr fætinum, fyrst
einn f jórða úr þumlungi, en síð-
an hálfan þumlung. Töframenn-
imir lögðu dúk á hnéið og
reyrðu það síðan niður við borð-
ið, svo að það gæti ekki skropp-
ið til baka. Kona kom með kjöt-
súpu og rísköku. Drengurinn
hætti að gnýsta tönnum og tók
til matar síns. Höfðinginn og
hinir töframennirnir sneru til
kofa hans.
Þegar ég hélt að enginn veitti
mér athygli, reyndi ég að fylla
flösku með leginum úr eintrján-
ingnum. Ég ætlaði að hafa hana
með mér heim og láta rannsaka
innihaldið. En kona nokkur rak
upp aðvörunaróp og höfðinginn
kom askvaðandi og þreif af mér
flöskuna. Þetta var leyndarmál,
sem hvíti maðurinn skildi ekki,
sagði hann reiðilega. Þannig