Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 132
Um efni og höfunda.
Umferða- eru orðin mjög alvarlegt vandamál hér á landi, einkum
slyS í Reykjavík. Aldrei munu dauðaslys af völdum bifreiða
hafa orðið jafnmörg og á síðastliðnu ári. Dg þvi miður
verður að segja, að gáleysi hefir þar alltof oft átt sök. Hvemig er
hægt að kenna mönnum meiri varkámi í umferð, einkum í akstri
bifreiða? Þeir, sem verða fyrir þvi óláni að lenda í alvarlegu um-
ferðaslysi eða valda slysi á öðmm, mimu ekki þarfnast áminningar.
En er ekki hægt að „byrgja brunninn, áður en bamið er dottið
ofan í hann?“ Sem tilraun til svars við þessari spurningu var
greinin „Bráður bani“ (bls. 1) skrifuð og birt i Bandaríkjunum
fyrir 10 árum. Hún var tilraun til þess að vekja hjá lesendunum hug-
arástand, er eitthvað líktist andlegri reynslu þeirra, sem lent hafa
í umferðaslysi. Það leiðir af sjálfu sér, að slík grein gat aldrei orðið
skemmtilestur, enda er hún það ekki. En hún þótti ná svo vel til-
gangi sínum fyrir tíu ámm, að þegar ljóst varð, að umferðaslysum
í Bandaríkjunum fór mjög fjölgandi á síðastliðnu ári, var hún dregin
fram í dagsljósið og birt að nýju. Og hér kemur hún fyrir augu
íslenzkra lesenda í sama tilgangi ...... James Thurber, höfundur
ævintýrsins „Mörg tungl" (bls. 34), er fjölhæfur listamaður, sem
leggur jafngjörva hönd á dráttlist og orðsins list.
Fjölhæfur I formála að einni bók sinni „The Thurber Carnival",
listamaður. segir hann um sjálfan sig: „James Thurber er fædd-
ur illspáa óveðursnótt árið 1894 á Parsons Avenue
147, Columbus, Ohio. Á húsinu, sem stendur enn, er engin minningar-
tafla eða áletmn, og það er aldrei sýnt ferðamönnum. Einu sinni,
þegar móðir Thurbers gekk fram hjá húsinu i fylgd með gamalli
konu frá Fostoria, Ohio, sagði hún, „James sonur minn er fæddur
hér“, og gamla konan, sem var mjög heyrnarsljó, svaraði, „Líklega
með morgunlestinni á þriðjudaginn, ef systir mín verður ekki verri."
Frú Thurber lét hér við sitja. Ekki er mikið vitað um fyrstu æviár
Thurbers, nema að hann gat gengið, þegar hann var aðeins tveggja
ára, og gat sagt heilar setningar, þegar hann var fjögra ára. Frá
bernsku- og æskuárum Thurbers (1900—1913) er fátt frásagnarvert.
Ef hann hefir sjálfur vitað, hvað hann ætlaði sér á þessum ámm,
Framhald á 3. kápusíðu.
III
11
m
STEINnÓRSPEENT H.F.