Víðförli - 01.11.1954, Qupperneq 11
SIGUR KROSSINS SIGUR VOR
9
Hafði hann rétt fyrir sér?
Hafi hann farið villur vegar, þá voru það hinir, sem voru
saonleikans megin, þeir, sem stóðu yfir höfuðsvörðum
hans á Golgata. Þar er ekki nema um tvo kosti að kjósa. Og
um þá tvo kosti verður hver og einn að velja fyrir sig. Ann-
að hvort var Jesús guðníðingur, réttilega sekur fundinn,
eða Guðs Sonurinn, ofsóttur og dæmdur vegna þess, að
heimurinn þekkti ekki herra sinn, myrkrið meðtók ekki
ljósið.
Ef Jesús hafði rétt fyrir sér, þá hefur hann séð það og
túl’ að rétt, hvernig vér erum staddir. Vér erum sekir við
Guð, sekir um það að hafa rofið trúnað við hann og níðst
á því, sem hann hefur selt oss í hendur, fyrst og fremst
sekir um það að hafa brugðizt svo við, sem raun varð á,
þegar Hann kom, sem lifði lífi Guðs á meðal vor, lífi kær-
leikans. Ef Tesús hafði rétt fyrir sér, þá leiðir saga hans í
ljós djúp roilli Guðs og manna: Hans hugsun og þeirra fer
í sína átt hvor, þeirra vilji rekst á við hans.
Hafi sú meðvitund, sem Jesús innsiglaði með dauða sín-
um, verið sönn, þá eru afdrif hans sá dómur yfir oss, sem
vér fáum aldrei risið undir. Enginn getur mælt sig undan
sök um það, sem gerðist. Enginn getur verið ugglaus um,
að honum hefði ekki farizt eins og andstæðingum hans í
sömu sporum og aðstæðum. Enginn getur lýst sig sýknan
af samskonar afstöðu til Jesú, þótt í leynum sé og í smáu
kunni að vera að mannlegu mati. Hver er sá, sem ekki yrði
að játa, að Kristur eigi sína Via dolorosa, Píslarbraut, sitt
Steinhlað og Höfuðskeljastað í sálu hans og ævisögu?
V.
Nú gengur dómur yfir þennan heim, sagði Jesús skv.
Jóhannesarguðspjalli, þegar píslarsagan var að hefjast. En