Víðförli - 01.11.1954, Qupperneq 23
SIGUR KROSSINS SIGUR VOR
21
renni. Hinn nýi sáttmáli byggist á blóði hans. Því er það
„sáttmálablóð“ (Mk. 14,24). Hann minnir á fórnina, sem
forðum var færð við Sinai (2. Mós. 24) til þess að innsigla
og staðfesta sáttmála Guðs við lýð sinn. Sú fórn er í huga
hans beiding um merkingu og gildi þess dauðdaga, sem
hann á í vændum.
Lærisveinar hans benda á þessa líkingu, en í fullrí vit-
und þess, hve skammt hún nær, eins og musterisfórnirnar.
Hinn nýi eignarlýður, kirkia Krists, sem kallaður er af öll-
um löndum og lýðum, er stökktur blóði Jesú Krists (1. P.
1,2). Dauði Jesú er bakábyrgð hins nýja sáttmála, sem er
bet i en hinn fyrri að sama skapi sem fórnin honum til stað-
festingar er dýrmætari (Hebr. 7,22. 8,6). Hann felur ekki
aðeins í sér fyrirheit eilífrar arfleifðar, heldur gjöf henn-
ar sjálfrar (Hebr. 9,15).
Þá var eðlilegt að minnast páskalambsins, ekki sHt þar
sem Jesús var krossfestur að aðfaranda páskum, þeirri hátíð,
sem haldin var til minningar um lausnina úr ánauð Faraós.
Blóð páskalambsins hafði bugað dauðanum frá húsum ísra-
elsmanna (2. Mós. 12). Blóð Jesú var hinum nýja Israel
fre'lsun frá eilífum dauðá. Hann er Guðslambið, sem ber
synd beimsins (Jh. 1,29, sbr. 1. K. 5,7, Op. 5.6nnl. Lík-
ingin hefur orðið enn áhrifameiri vegna þess að hún fléttað-
irt mvndinni í Tes. 53,7, enda hefur hún skipað mikið rúm í
kristmni tilbeiðslu og list.
Miklu mætti auka þessa vitnisburði Nýja testamentisins.
Allar þessar líkingar sýna, hvernig játendur og boðendur
Krists leitast til hins ýtrasta við að gera mönnum ljóst gildi
krossda”ðans og hvílíkur gleðiboðskapur það er, sem þeir
hafa að flyt’a. Líkingar þeirra eru nútímamönnum ekki eins
í a"gum uppi og samtíðarmönnum. En veruleikinn að baki
þeim er samur, staðreynd þeirrar syndar, sem veldur við-