Víðförli - 01.11.1954, Síða 28
26
VÍÐFÖRLI
síðar. Þeir leituðu þá hælis á afskekktum stöðum, einkum í
dölunum í frönsku og ítölsku Ölpunum. Ferill Valdesar
sjálfs er mistri hulinn. Hann virðist bæði hafa starfað á
Italíu og einnig í Bæheimi og mikill fjöldi manns gefið
kenningu hans og fylgjenda hans gaum, en þeir urðu ávallt
að lifa samkvæmt reglu Krists: „En er þeir ofsækja yður í
þessari borg, þá flýið í hina“. (Matt. 10:23).
Kenning þeirra var grundvölluð á orði Guðs, sem var
þjartfólgnasti auður þeirra, einmitt á þeim tímum, þegar
það var oft aðeins dauður bókstafur í kirkjunni. Þeir héldu
fast við skírn og kvöldmáltíð, en vörpuðu fyrir borð öðrum
sakramentum páfakirkjunnar, og afneituðu mörgum röngum
kennisetningum, svo sem hreinsunareldinum, dýrkun helgra
manna og sálumessum. Þá fordæmdu þeir stríð, blóðsút-
hellingar og dauðarefsingu, þótt þeir hafi oft orðið að verja
heimili sín með vopn í hendi. Guðsþjónusta þeirra var aðal-
lega fólgin í ritningarlestri, prédikun og bæn. Hnignun
páfakirkjunnar var ægileg í augum þeirra, og andstaða
þeirra leiddi þá út í ýmsar öfgar, t.d. hefur það til skamms
tíma verið óhugsandi að hafa kross, og þó enn síður róðu-
kross, í kirkjum Valdesa, því að það var of kaþólskt. Undir
því merki voru þeir ofsóttir. Þá gátu þeir að sjálfsögðu ekki
kallað forystumenn sína presta eða feður eins og venja var
í rómversk kaþólsku kirkjunni, því að þannig nefndust of-
sækjendur þeirra, en þeir kölluðu þá á fjallamáli sínu
„barba“, sem þýðir frændi og átti það að sýna hin nánu og
góðu tengsl milli presta og safnaða.
Einn af andstæðingum Valdesa á Italíu fyrir siðbótar-
tímann lýsir fátækt þeirra, en jafnframt trúarstaðfestu á
þessa leið: „Hús þeirra eru gerð úr steini með flötu þaki,
sem er hulið mold. Þar búa þeir með kvikfénaði sínum, og
er aðeins girðing á milli. Auk þess hafa þeir tvo hella, sem