Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 41
VALDESAKIRKJAN
39
kirkju þeirrar, sem ég sá í Róm, blasa við þessi fjögur orð:
Lux lucet in tenebris, en það þýðir: Ljósið skín í myrkrinu.
Það eru huggunar- og einkunnarorð allra Valdesa. Kirkjan
er reisuleg, en minnir oss þó, þegar inn er komið, einna
helzt á fundarsal. Þessi fátæklega umgjörð og óbrotna guðst
þjónusta Valdesa stendur þeim, e.t.v., mest fyrir þrifum,
Italir hafa ríkan smekk fyrir fegurð og hátíðleik. Þeir
vilja ekki aðeins hlusta, heldur líka sjá. Það er skoðun
margra, að Valdesar mundu hafa meiri möguleika til að ná
til fólksins með Guðs orð, ef þeir gerðu guðshú$in fegurri
og guðsþjónusturnar hátíðlegri. Þeir segja sjálfir: „Vér
höfum orðið fyrir alltof miklum áhrifum frá Kalvín. Lút-
hersk siðbót hefði hæft oss miklu betur. Kirkjur vorar eru
eins og skólasalir, þar sem presturinn stendur eins og kenn-
ari í pontunni.“ Valdesar eru enn mjög fámennir, nálega
40 þús. talsins, en þó er það ætlun margra, að þessi elzta,
evangeliska kirkja í Evrópu, píslarvottakirkjan, sem svo oft
hefur orðið að fara huldu höfði, eigi bjartari tíma fram-
undan. — Fortíð sinni geta Valdesar auðvitað aldrei gleymt
en þeir vilja reyna að gleyma öllum hinum skelfilegu
minningum ofsóknartímanna, sem nú eru að fullu og öllu
um garð gengnir, og launa illt með góðu. Það reyna þeir að
gera með því að bera boðskap evangeliskrar trúar út um
byggðir Ítalíu. Þá viðleitni þeirra hafa margir trúbræður
þeirra í evangeliskum löndum stutt eftir megni.
Þegar við lítum á starf kristinna kirkna út um heim, þá
verður það fyrst í stað sundrungin og því næst margbreytn-
in, sem vér komum auga á. Innbyrðis sundrung kristinna
manna er auðvitað andstæð Guðs vilja, og sýnir oss, að
synd og villa hefur smeygt sér inn í kirkjurnar. Sundrung-
in er synd vor mannanna, en Guð hefur áreiðanlega ætlazt
til þess, að mennirnir þjónuðu honum í óendanlegri marg-
I