Víðförli - 01.11.1954, Page 45
SKÁLHOLT Á TÍMAMÓTUM
43
Skálholt — nafnið eitt er hverjum vakandi íslendingi
áhri ameiri prédikun yfir þetta stef en hundrað stólræður.
Enda hefur sýnt sig, að tekizt hefur að hrinda af stað allal-
mennri þjóðarvakningu um Skálholt. Hún gæti eflzt enn að
miklum mun. Og hún gæti, ef rétt væri á haldið, orðið að
ki k'ulegri vakningu. Endurreisn Skálholts getur lyft kirkj-
unni, hún lyftist í heild að sama skapi sem það rís.
Vér stöndum m.ö.o. ekki frammi fyrir Grettistaki, er
glevpi þá aflsmuni, sem vér eigum, heldur er oss fengin
lyftistöng.
Höfum vér komið auga á þetta? Höfum vér skilið það?
Ef vér látum oss ekki skiljast þetta, skynjum ekki þessa
hhð á því tækifæri, sem bíður vor á þessum tímamótum, þá
þykir mér örvænt, að íslenzk kristni komandi tíma geti
nokkru sinni fyrirgefið það.
Kirkjan á Skálholt. Það er mikil auðlegð — þótt land
heilagrar Péturskirkju, föðurleifð Gissurar, sé undan skil-
ið, sú eign er í flokki jarðneskra fjársjóða, en um slíka
f ársjóðu segir, eins og kunnugt er, að þeim eyði ekki að-
eins mölur og ryð, heldur geti þjófar lagt á þá hendur.
Kirkian á minningar Skálholts og helgi þess. Þeim auoi
verður hún ekki svipt. Hann er ekki af þessum heimi. Sú
auðlegð leggur það löghald á þennan stað fyrir kirkjunnar
hönd, sem ekki er auðið að brigða af neinu valdi, nema ef
vera skyldi vangát eða hugleysi kirkjunnar sjálfrar.
Skálholtsfélagið hefur talið það hlutverk sitt fyrst og
fremst að vekja athygli á þessu og vinna það inn í með-
vitund kirkjunnar og þjóðarinnar. Það hefur verið talað
um endurreisn hér af ýmsu tagi og margt verið nefnt, er
staðnum mætti til sóma verða, nytsamleg bú og gagnlegir
skólar. Slíkt eru mál fyrir sig og að jafnaði eru þess konar
uppástungur af góðum huga sprottnar, svo langt sem þær