Víðförli - 01.11.1954, Page 49
SKÁLHOLT Á TÍMAMÓTUM
47
legri og betri — að hann fái ákveðið umdæmi og annist þar
aila biskupslega umsýslu. Hann myndi m. ö.o. hafa umsjón
með kirkjum og fjárhaldi þeirra í biskupsdæmi sínu (en
eðlilegt væri, að það næði yfir biskupsdæmið forna að
mestu), líta eftir kristnihaldi, annast vísitazíur, vígja kirkj-
ur og presta og hafa milligöngu um þau mál kirkjunnar,
sem undir Stjórnarráð heyra, þó þannig, að biskupinn
yrir Islandi ætti um þau atkvæði jafnframt, því að hann
myndi eftir sem áður vera ráðunautur ríkisstjórnar í kirkju-
málum. Þetta yrði að ákveða nánar með reglugerð a grund-
velli settra laga.
Vitanlega myndi Hólastaður koma í kjölfar Skálholts með
ámóta viðrétting. Til álita þykir mér koma, að þessir bisk-
upar báðir væru eo ipso prófastar hvor í sínu héraði, ef
slíkt þætti horfa til einhvers hagræðis.
En hvað sem Hólum líður, þá þarf hér í Skálholti tví-
mælalaust að vera kirkjuprestur við hlið biskups. Presta-
kallið er víðlent og á fyrir sér að verða fjölmennt. Það
þarfnast sinnar þjónustu. Þau störf, sem biskupi staðarins
verða ætluð, — en starfslaus titil-biskup í Skálholti væri
hvorki til gagns né sæmdar, — fela í sér miklar fjarvistir.
Staðurinn yrði þá höfuðlaus langtímum saman, ef ekki væri
hér kirkjuprestur, einkum á sumrum, þegar mannaferðir
eru hér mestar og mikið reynir á um það, hvernig hér er
setinn bekkurinn.
Annað atriði er þó enn mikilvægara í þessu sambandi:
Ef Skálholt á að geta orðið kirkjulegt menntasetur, þarf
menn til þess að standa fyrir því. Einn maður dugir skammt.
Með tveim færum mönnum hefur kirkjan hins vegar ríka
möguleika, sem hún getur látið sér verða mikið úr.
Engum kirkjunnar manni mun koma í hug að riúfa Guð-
fræðideildina úr tengslum við Háskólann og flytja hana