Víðförli - 01.11.1954, Page 54
52
VÍÐFÖRLI
sem bezt, er að mestum hluta af þessum rökum sprottið. Fyr-
ir vakti það, að þegar öll fáanleg vitneskja væri fengin,
skyldi byggingarmeistari fá málið til meðferðar og gera
tillögu eða tillögur á grundvelli þeirrar vitneskju. Síðan
hefði legið fyrir að taka afstöðu til slíkrar tillögu.
Tæknileg og stílfræðileg vandamál eru hér ýmisleg. En
engin ástæða er til að draga í efa, — um þetta styðst ég við
skoðun mér miklu færari manna, ■—- að öll slík vafaatriði og
vandamál verði leyst svo, að allir megi vel við una, sem
af skynsemi og góðvilja taka afstöðu til málsins.
Rannsóknin, sem nú er senn til lykta leidd, bendir ótví-
rætt til merkilegs samhengis í sögu kirknanna hér, sýnir
samband Brynjólfskirkju við hinar eldri. Það er nú óhætt
að segja, að frumlínur þeirrar kirkju, sem hér stóð síðast,
séu megindrættir Skálholtsdómkirkju, eins og þeir voru ná-
lega frá öndverðu.
Kirkja Brynjólfs hefur verið af vanefnum gerð, miðað
við fyrri dómkirkjurnar. Engan veginn væri nauðsynlegt
eða æskilegt að stæla hana í öllu og vitanlega kemur ekki
til álita að taka þau atriði til fyrirmyndar, sem vansmíði
kunna á að vera. En myndin af henni hefur grópast fast í
meðvitund almennings og hún er í huga fjölda manna
ímynd Skálholtsstaðar í fornum tignarbúningi sínum. Sú
endurreisn, sem menn sjá hilla undir hér og dreymir um,
hefur að verulegu leyti yfirbragð hennar. Eru nokkur rök
fyrir því að hafa þessa staðreynd að engu? Er ekki miklu
fremur full ástæða til að taka tillit til hennar og notfæra
sér hana til stuðnings því vandasama kirkjubyggingarmáli,
sem hér ræðir um?
Einstöku menn hafa heyrzt láta uppi þá skoðun, að rétt-
ast væri að reisa hina nýju kirkju einhvers staðar uppi á
túnk Þær raddir virðast lækka sem óðast. Jafnvel ólíkleg-