Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 55
SKÁLHOLT Á TÍMAMÓTUM
53
ustu menn virðast teknir að sjá nú, að það væri meira en
meðal staðarspjöll að fara með kirkjuna burt af sínum forn-
helga grunni.
En hitt hefur ekki síður ómetanlegt gildi, að hin nýja
kirkia verði tengd fortíðinni náið að því er snertir stíl og
gerð. Það veitir henni stórlega aukinn helgiblæ. Um þessa
skoðun fer ég ekki eftir mínu viti aðallega, heldur styðzt við
það, sem fram hefur komið sjálfkrafa hjá ótöldum einstak-
lingum, sem að fyrrabragði hafa um málið talað við mig.
Það varðar miklu, að áhugi almennings á þessum stað sé '
glæddur en ekki slæfður. Skálholtskirkja nýja þarf að
verða óskabarn þjóðarinnar. Auðvitað verður ekki allt gert
hér svo að öllum líki fremur en endranær. En ekkert er
líklegra til þess að afla væntanlegu kirkjubyggingaráformi
brautargengis með alþjóð en að hægt verði með rökum að
kynna það á þennan veg: Þetta er Skálholtsdómkirkja, það
er verið að endurreisa hana, byggja þjóðarhelgidóm í Skál-
hohi, er a^ innri og ytri svip verður sem allra líkastur því
musteri, sem helgaði staðinn á liðnum öldum.
Þetta er mér ekki vafamál og ég þykist hafa talsvert fyr-
ir mér í því.
Vér erum ekki að reisa nýbýli hér í Skálholti og ekki að
ráðast í byvgingar á einhverjum óvöldum stað. Ég er ekki
fylgjandi því að herrna fortíðina. En vér komumst ekki
framhjá fortíðinni hér. Söguleg rök liggja til væntanlegra
framkvæmda hér og þeim rökum verður ekki hnekkt né úr
veri rutt. Vér erum á þessum vettvangi að treysta samhengi
íslenzkrar sögu, tengja fortíð og framtíð. Sú meðalganga er
vandas"m, kre^st aðgáts og þegnskapar. Vér getum sttiðst
við ríka erfð og trausta hefð, sem aldirnar hafa skapað og
rækt. Getur verið áhorfsmál að hagnýta sér þetta?
Hvað sem framtíðin kann að segja um athafnir vorar,