Víðförli - 01.11.1954, Side 73
SKÖPUNARSAGA OG SKÖPUNARTRÚ
71
gera hvert mannsbarn vart við sig, til þess að laða huga
þess og vilja til sín, til eilífs samfélags við sig.
Biblían er kristnum mönnum það vitni um Guð, sem trú-
arlíf þeirra, já, líf þeirra yfirleitt byggist á, og úrslitaorð
þess vitnisburðar er Jesús Kristur, eins og hann er boðaður
í Nýja testamentinu.
Guð Biblíunnar, Guð Jesú Krists, er faðir og almáttugur
skapari himins og jarðar og allra hluta sýnilegra og ósýni-
legra. Þessum Guði játast kristnir menn í trú sinni.
Hvað felur þessi fyrsta grein kristinnar trúarjátningar
í sér?
Því svarar Lúther í barnafræðum sínum á þann veg, að
það verður ekki gert á einfaldari hátt:
„Eg trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarð-
ar. Hvað er það? Svar: Ég trúi, að Guð hafi skapað mig og
allar skepnur, hafi gefið mér líkama og sál, augu og eyru
og alla limi, skynsemi og öll skilningarvit og haldi því enn
við . . . Sjái mér ríkulega og daglega fyrir öllum þörfum og
fæðslu þessa líkama og lífs, verndi mig gegn allri hættu og
gæti mín og varðveiti mig frá öllu illu. Og þetta allt af ein-
skærri, föðurlegri, guðlegri gæzku og miskunn, án allrar
minnar verðskuldunar og tilverknaðar. En fvrir allt þetta
er ég skyldugur að þakka honum og vegsama hann, þjóna
honum og hlýða. Það er vissulega satt.“
Það er í augum uppi, að þessi orð eru persónuleg trúar-
játning og ekki nein fræðileg formúla. Þau lýsa meðvitund
um Guð og um föðurlega afstöðu hans til mannsins. Lífið
er þegið úr hendi Skaparans og allt, sem lífinu heyrir, það
er gjöf, sem er afhent af örlátri miskunnsemi hins góða
föður. Þessa gjöf er skylt að meta cg þakka með því að veg-
sama, þjóna og hlýða þessum mætti, og það er gert m.a. með