Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 74

Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 74
72 VÍÐFÖRLI því að játa hann sem sinn Guð. Játning trúarinnar er m.ö.o. viðnrkenning þakkarskuldar en engin bókfræði, En slík persónuleg trúarjátning sem þessi felur auðsjá- anlega í sér staðreynd, sem snertir alla menn og allt, sem er. I öllu, sem fyrir augu ber, sér trúmaðurinn þennan sama veruleik: Guð, faðirinn almáttugi, hefur gefið því tilveru, hann er lífið í öllu, sem lifir, veruleikinn í öllu, sem er til. Sá, sem ekki hlýðnast honum, þiggur eigi að síður krafta sína úr hendi hans og leyfi frjálsræðisins til þess að fara sína braut að vissu marki. Handan skynheimsins og lífsins er ekki dulardjúp vitundarlausrar orkustöðvar, heldur vak- andi kærleiksvitund, markvís gæzka og miskunn. Þess vegna er tilgangur í tilverunni, hinu stærsta sem því smæsta. ekk- ert er út í bláinn, ekkert blind hending. Það er meining í því, að þú ert til, þessi ævi stuttrar stundar býr yfir merk- ingu og miðar að marki, sem Guð geymir í huga sér og leit- ast við að laða þig til þess að lúta af fúsum og frjálsum vilja. „Guð hefur skapað mig,“ segir Lúther. Ekki var honum ókunnugt um, hvernig fóstur myndast í móðurlífi. Hann vissi alveg eins vel og nútímamenn, að þar hafði hann orðið til af s.n. náttúrlegri orsök, lifað þar tiltekið þróunarskeið, unz hann fæddist. Hann vissi gjörla, að í þessu var út af fyrir sig ekkert „yfirnáttúrlegt“, það var hægt að rekja lík- amlega tilveru hans á fræðilega vísu um ákveðinn þróunar- feril til upphaflegrar, alkunnrar s.n. „orsakar“. Honum kom ekki í hug, að Guð hefði neins staðar gripið inn í þessa atburðarás með óvenjulegum hætti til þess að fylla út í lykkjuföll orsakafestinnar eða rjúfa náttúrunnar venjulega gang. Að því er snertir þessa hlið málsins hefðu nútíma- vísindi ekki getað upplýst hann um neitt, sem máli skiptir. Og engin framtíðarvísindi heldur. Og sama má segja um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.