Víðförli - 01.11.1954, Page 78

Víðförli - 01.11.1954, Page 78
76 VÍÐFÖRLI túlkaði hana. Það er eins auðgert að fella boðskap hennar inn í umgjörð annarrar heimsmyndar eins og að þýða hana á aðrar tungur. Sköpunartrú Biblíunnar er ekki aðeins að finna í tveimur fyrstu kapítulum hennar. Því fer fjarri. Hitt er sönnu nær, að Biblían sé öll samfelld sköpunarsaga, vitnisburður um skapandi íhlutun almættisins. Aherzla þess vitnisburðar er hvergi á fjarlægu frumupphafi eða fyrstu orsök alheimsins. Hann snýst hvarvetna um það, sem er að gerast á líðandi stundu eða hefur gerzt í sögu mannanna og það er bent á, hvernig þessir atburðir og staðreyndir opinbera afskipti Guðs af mannkyni, dóma hans, handleiðslu og náð. Nálega allar þjóðir hafa gert sér hugmyndir um það, hvernig heimurinn hafi orðið til og í goðfræðum allra trú- arbragða eru einhverjar sagnir um það. Slíkar sagnir miða undantekningarlaust að því að leysa með einhverju móti úr þeirri spurningu, hvernig veröldin hafi orðið það, sem hún er, hvernig hin ýmsu fyrirbæri í raunheimi mannsins séu til komin. Þessi spurning leitar á hvert barn, svo sem kunn- ugt er, hefur leitað á mannkynið í bernsku, vitanlega á Hebrea líka, og mun halda áfram að ónáða manninn til endadægurs. En hún er í eðli sínu heimspekileg en ekki trúarleg. Fyrstu, grísku heimspekingarnir glímdu við þá gátu, hvað verið hefði fyrst og eru taldir til heimspekisög- unnar af því einu, að þeir leitast við að leysa gátuna án þess að taka goðin til aðstoðar, en ekki af því, að svör þeirra séu í sjálfu sér gáfulegri en t.d. goðfræði Hesiodoss eða sístæðari. Biblían flytur ekki heimspekilegar kenningar. Hún boð- ar Guð. Sú boðun byggist á vissum staðreyndum í lífi ísraels, sem urðu þjóðinni opinberun Guðs, á tilteknum við- burðum og útleggingu spámannanna á þeim. Guð hafði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.