Víðförli - 01.11.1954, Page 86
84
VÍÐFÖRLI
skilningi á lögmálinu, sem er fallinn úr gildi með öðru
því í hinum gamla sáttmála, sem hefur rýmt fyrir hinum
nýja. Vér kristnir menn erum frá byrjun lausir allra mála
við þessa beinagrind. Það er ekki heimsmynd nútímavís-
inda, sem hefur leyst oss frá henni, heldur Kristur og hans
hjálpræðisverk. Dagatalið er einskonar stevpumót, sem efni
sköpunarsögunnar er rennt í. Það sakar ekki listaverkið,
þótt mótinu sé kastað, þegar tími er til kominn. Barnið lifir
þótt reifarnir fúni. Það er fávíslegt að geta ekki gert grein
armun á móti og listaverki, barni og reifum, og skaðsam-
legt. Slíkrar fávísi hefur sköpunarsagan goldið og er mál
að því linni.
Dagatalið tilheyrir ekki boðskap sköpunarsögunnar, held-
ur búningi boðskaparins. Raddblær þess manns, sem flutti
hana fyrst, skiptir oss engu nú. Tungan, sem hann talaði,
letrið, sem hann notaði, voru hjálpargögn, nauðsynleg til
þess að samtíðarmenn skildu hann. Hann hlaut og að miða
við skoðanir samtímamanna um þessa heims hluti og að
nokkru leyti við tímabundinn trúarskilning. Allt þetta eru
reifar, mót, búningur, mikilvægt í sjálfu sér sem söguleg
atriði, en snertir ekki kjarna málsins, innihaldið, boðskap-
inn, það trúarlega meginerindi, sem þessum boðbera Guðs
var falið að túlka og öllum kynslóðum er jafnnákomið og
mikilvægt og kynslóð hans: Lífið er gjöf guðlegrar, skap-
andi gæzku, tilveran er á guðlegu viti byggð. Þeir, sem
telja sig ekki geta tekið þennan boðskap gildan, byggja ekki
um það á neinum vísindalegum niðurstöðum, hvorki eldri
né yngri, heldur er orsökin sú, að Guð er þeim ekki annað
en ólíkleg tilgáta, ekki lifandi veruleiki, þeir hafa ekki
reynslu fyrir öðru.
Trúin á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarð-
ar, er ekki örþrifaráð andlegra fáráðlinga til þess að gera