Víðförli - 01.11.1954, Síða 100
98
VÍÐFÖRLI
þennan heim á ekkert skylt við von á Krist, því að Kristur
er endalok vona heimsins. Meginspurningin er ekki sú,
hvort oss takist að forða stríði eða hörmungum, heldur: hvar
stöndum vér í Guðs augum? Oss stendur ekki ógn af mönn-
um, heldur Guði, en undan hans dómi kemst enginn. Krist-
ur er von heimsins, af því að hann var krossfestur vor vegna
og reistur upp frá dauðum. Hann sigraði afl syndarinnar og
dauðans til þess að þeir, sem á hann trúa, verði einnig sig-
urvegarar. Hann kemur aftur sem endurlausnari og dómari.
Hann er frumburður nýrrar sköpunar. Endurlausnin hefur
þ"gar hafizt fyrir fagnaðarerindið. Ef þannig einhver er í
K’ isti, er hann ný skepna, hið gamla varð að engu, allt er
orðið nýtt.
Vonin leiðir af sér boðun fagnaðarerindisins til endi-
marka jarðarinnar. Enginn getur geymt vonina þegjandi
með sjálfum sér án þess að glata henni. Einnig leiðir hún af
sór ábyrgðartilfinningu kristins manns á þjóðfélagsskipan-
inni. Þetta allt setur hinn kristna mann í skuld við alla
menn, en þó er hann öllum mönnum óháður. Réttlæti í þess-
um heimi er í sjálfu sér ekki réttlæti frammi fyrir Guði.
Baráttan fyrir réttlátri skipan í þjóðfélaginu kemur ekki á
ríki Krists á þessari jörð, né myndar nýja sköpun. Ríki
Krists kemur aðeins fyrir fagnaðarerindið. Samfélag heil-
agra er hin nýja sköpun. Guð varðveitir þennan heira, til
þess að fyrir fagnaðarerindið megi veitast frelsun. Hann
býður ekki frelsi, til þess að heimurinn varðveitist. Vér
prédikum ekki fagnaðarerindið til þess að koma á þessa
heiras réttlæti. Þvert á móti reynum vér að koma á réttlæti,
til þess að vér getum prédikað fagnaðarerindið. Það hefur
a’ltaf verið freisting kirkiunnar, að menn misskilii þessa
staðreynd. Og þetta er einnig freisting fyrir Alheimsráð
kirkna. Gleymum ekki, að Drottinn sagði: Himinn og jörð