Réttur - 01.01.1955, Qupperneq 35
RÉTTUR
35
tengslum ólíkra vísindagreina, er jafnframt bezta tækið til að losa
nútímamanninn úr viðjum þeirra þröngu sjónarmiða, sem löngum
eru sérhæfingunni samfara, og styðja að samfelldari og hald-
betri lífsskoðun.
Gagnkvæm tengsl heimspekinnar við líf og starf eru örugg-
asti mælikvarðinn á gildi hennar. An starfsins er kenningin dauð
og starfið blint án kenningarinnar. Starfið, reynslan er sá hreins-
unareldur, sem skilur sorann frá góðmálminum, hismið fr i kjarn-
anum. Og því aðeins hefur heimspekin eitthvert leiðsögugildi, að
hún standist þá raun, og því aðeins getur hún þróazt og auðgazt.
Marx sagði einhvern tíma, að hingað til hefðu heimspekingarnir
aðeins túlkað heiminn á mismunandi hátt, en það, sem máli
skipti, væri að breyta honum. Með þeim stakkaskiptum, sem heim-
spekin hefur tekið í marxismanum og drepið er á hér að framan,
er að því stefnt. Heimspekin er orðin virkari þáttur í umsköpun
heimsins, hún er ekki fræðin einber, heldur jafnframt leiðar-
hnoða í rannsóknum og starfi. Vitund og kenning þeirra, sem nú
vilja breyta veröldinni, er skýrari og samfelldari en fyt.r — og
hefur öðlazt meiri dýpt. Og enn eitt, áður fyrr voru það að jafnaði
tiltölulega fáliðaðir hópar, er lögðu stund á heimspeki, „meist-
ari", með nokkra lærisveina í kringum sig. Og ósjaldan var það,
að almenningur leit á þessa heimspekinga (oftast með röngu)
sem undarlega sérvitringa, utanveltu og fjarri daglegu lífi. Nú
getur heimspekin hinsvegar orðið almenningseign og mun verða
það í æ ríkara mæli. Heimspekin er reyndar mitt á meðai vor,
eins og ég minntist á hér að framan, en sú alþýða, sem ætlar sér
að frelsa heiminn, getur ekki unað því að hirða brot eða rifrildi
úr ólíkum heimspekikenningum, oftast f jandsamlegum lífi hennar
og stefnu. Hún mun tileinka sér sína eigin heimspeki, marxism-
ann, nema hann og kryfja, auðga og þróa. Og hún mun ekki
láta erfiðleikana vaxa sér í augum. Heimspekin er ekkert yfir-
mannlegt eða óskiljanlegt fyrirbæri, hún er þvert á móti á færi
hvers hugsandi manns. Og reyndar má svo að orði kveða, að
hver sá, sem rannsakar viðfangsefni sitt af kostgæfni og leitast
við að gera sér grein fyrir forsendum þess, innra samhengi og ytri
tengslum — og þorir að hugsa hverja hugsun til enda — að