Andvari - 01.01.1976, Page 5
FINNBOGI GUÐMUNDSSON:
SIGURÐUR NORDAL
Sigurður Nordal fæddist að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal 14. september
1886, sonur Jóhannesar Guðmundssonar (eða Jóhannesar Nordals, eins
og farið var að nefna hann nokkru síðar) og Bjargar Jósefínu Sigurðar-
dóttur. Jóhannes var þá einhleypur og ráðsmaður hjá Jónasi bónda Guð-
mundssyni á Eyjólfsstöðum, hálfbróður sínurn, og þar sem ekki dró saman
með Jóhannesi og barnsmóður hans, sem þar var í vist, og hann fór vorið
1887 vestur um haf í kjölfar systkina sinna nokkurra, réðst það svo, að
hinn ungi sveinn varð um kyrrt á Eyjólfsstöðum, tekinn þar í fóstur af
Jónasi föðurbróður sínum og konu hans, Steinunni Steinsdóttur. Hittist
svo á, að þau hjónin misstu um þessar mundir sviplega Sigurð son sinn,
23 ára garnlan efnismann, er stundaði málfræðinám við Hafnarháskóla og
drukloiaði í annarri ferð sinni á leið til Kaupmannahafnar 7. ágúst 1887.
Má nærri geta, hver gleði og harmabót þeim hjónurn hefur orðið að fylgjast
með ferli og frama Sigurðar yngra, er fetaði í fótspor nafna síns, en Stein-
unn, er missti mann sinn 1912 og dó sjálf 9. október 1915, lifði það að
fagna þessurn fóstursyni sínum heimkomnum að loknu doktorsprófi í nor-
rænum bókmenntum við Hafnarháskóla. Minnist Sigurður fóstru sinnar
fagurlega í ísafold 11. desember 1915.
Áður en lengra er farið, skal gerð nokkur grein fyrir ætt Sigurðar. Af
forfeðrum sínum varð honum oft hugsað til Páls Vídalíns skálds og lög-
manns. I ágripi af niðjatali Finns biskups Jónssonar í riti Jóns biskups
Helgasonar urn Hannes Finnsson biskup segir svo m. a.: „Frá Margréti
Finnsdóttur, sem elzt var þeirra Reykholtssystkina og var gefin Jóni biskupi
Teitssyni, er mikil ætt komin um allt Norðurland, sérstaklega er sú ætt
geysifjölmenn um Skagafjörð. Er sú grein ættarinnar, sem viðkemur oss í
þessu sambandi, runnin frá yngsta barni þeirra biskupshjóna: Katrínu