Andvari - 01.01.1976, Page 9
ANDVARI
SIGURÐUR NORDAL
7
á Akri, föður síra Bjarna í Steinnesi og þeirra systkina. Ólafur þessi var
með inestu myndarbændum á sinni tíð, snilldarmaÖur í verkum og radd-
maður svo ágætur, að hans var jafnan af gömlum mönnum getið ásamt
þeim stúdent Benedikt Jónassyni á Stóru-Giljá (síðar presti á Melum),
Birni sýslumanni Auðunarsyni Blöndal í Hvammi og sira FriÖrik Thorar-
ensen í Víðidalstungu, er beztir þóttu söngmenn í Húnavatnssýslu á fyrsta
fjórðungi 19. aldar; en móðir Guðmundar og amma Jóhannesar var Sig-
ríður systir Vatnsenda-Rósu.“
Greinarhöfundur segist hins vegar vera lítt kunnur móðurætt Jo-
hannesar. Margrét móðir hans var dóttir Jóns Illugasonar í I lnausum.
Var Gísli trésmiður í Reykjavík hróðir hennar, faðir séra Odds V. Gísla-
sonar, er vann merkilegt brautryðjandastarf að málefnum sjomanna, enda
sjálfur mikill sjómaður. Oddur fluttist vestur um haf 1894 og bjó í
Manitobafylki í Kanada til æviloka 1911.
En víkjum nú til Sigurðar Nordals. í grein, er hann birti i Vísi 27.
maí 1931 í minningu aldarafmælis Hjörleifs prófasts Einarssonar á Undorn-
felli í Vatnsdal, segir hann svo m. a.:1) ,,Frá því er ég man fyrst eftir mér,
var síra Hjörleifur við mig eins og hann ætti í mér hvert bein. Þegar ég
les bréfin, sem hann skrifaði mér síðar, eftir að lengra var orÖið a milli
okkar, dáist ég að þessari alúð hans við vandalausan ungling. Seinni hluta
vetrar 1899, þegar ég var á þrettánda ári, gerði hann einn góðan veÖur-
dag boð eftir mér, sagðist hafa fengið bréf frá föður minum og leyfi til
sð taka mig nokkurar vikur til reynslu og kenna mer siðan undir skola
naesta vetur, ef vel gengi. Hann hafði gengið eftir þvi, að það yrði gert
1 tæka tíð. Mér þótti þetta heldur en ekki tíðindi og labbaÖi heim aftur
í sæluvímu. Ég hafði nauðalitla hugmynd um, hvers konar langferð lægi
fyrir mér.“
Sigurður lýsir síðan kennslu og kennsluaðferðum sr. Hjörleifs, og
niðurstaða hans er þessi: „Ég hef síÖar á ævinni haft að kennurum lærðari
menn, meiri kunnáttumenn til útlistana, strangari, eftirgangssamari. En
1) Grein þessi var síðar endurprentuð í 2. bindi Áfanga 1944, og er hér fylgt texta hennar þar.
Á það einnig við utn aðrar greinar Sigurðar, er þar voru 'birtar og til verður vitnað 1 þessu
yfirliti.