Andvari - 01.01.1976, Síða 15
andvari
SIGURÐUR NORDAL
13
hafði á sínum tíma verið meðal heimilda Snorra Sturlusonar, var Orkn-
eyinga saga, og var því vel til fallið aS kanna hana sérstaklega. SigurSur
ritaSi merka ritgerS um hana í Árb0ger for nordisk Oldkyndighed 1913,
jafnframt því, sem hann gaf söguna út á vegurn Samfund til Udgivelse
af gamrnel nordisk Litteratur á árunum 1913—16. GuSbrandur Vigfús-
son hafSi gefiS Orkneyinga sögu seinast út í London 1887 og haft undir
höndum öll þau handrit hennar, er máli skiptu, en þó orSiS nokkur
misbrestur á, aS hann nýtti þau til fulls. Hér var því til nokkurs aS
vinna, enda lagSi SigurSur meS útgáfu sinni grundvöll aS frekari rann-
sóknum sögunnar.
Ein af þeirn þrautum, er mjög hafði vafizt fyrir mönnum og hon-
um tókst að leysa, var að skýra, hversu stóð á því, að í þeirri gerð Orkn-
eyinga sögu, er varðveitzt hefur, endurskoðaðri gerð hennar, er tekinn
upp kafli úr Ólafs sögu Snorra. En samsvarandi kafli frumgerðar Orkn-
eymga sögu hefur fyrir vikið glatazt.
Þess var áður getið, að Lexicon poeticum hefði komið út í annarri
utgáfu 1916 í urnsjá og með dönskum skýringum Finns Jónssonar. Hann
þakkar SigurSi í formála fyrir að hafa borið með sér hitann og þungann
af prófarkalestrinum og t. a. m. hafi þeir sannreynt tilvitnanir í rnest-
öllu verkinu. Þá þakkar hann og SigurSi ýmsar skýringar, er verið hafi
til bóta.
A þessu sama ári, 1916, birti SigurSur í Skírni grein um Snorra
Sturluson, brot úr mannlýsingu, og varð hún síðar, allmikið hreytt og
aukin, 2. þáttur í riti hans um Snorra, sem fyrr getur. SigurSur víkur
að þessari grein í bréfi til GuSmundar Finnhogasonar ritstjóra Skírnis
25. nóvember 1915:1) ,,Ekki veit ég, hvað verður úr ritgerðinni um skap-
lyndi Snorra. Fyrirlesturinn er ég húinn að halda, en ekkert fullsamið
°g tími naumur fyrst um sinn. En úr þessu má gera ritgerS, sem er
visindaleg og þó við alþýðuhæfi, eins og Bogi Th. Melsteð segir um
söguna sína.“
SigurSi var haustið 1913 veittur styrkur úr sjóði Hannesar Árna-
sonar til eflingar heimspekilegum vísindum á Islandi. Hann segir frá
1) Bréf Sigurðar til G. F. eru í vörzlum greinarhöfundar.