Andvari - 01.01.1976, Qupperneq 17
ANDVARI
SIGURÐUR NORDAL
15
Sigurður kemur aftur að þessu sarna í bréfi til Guðmunclar frá Ox-
ford 17. júní 1917, er lrann segir: „Það er bart að vera ekki nema ein-
hamur, bart að vera manneskja. Og við því geta engin vinnuvísindi hjálp-
að, það er sjúkdómur, sem við erum fæddir með, og úr honum deyjum
við. Bara að við deyjum ekki alveg. Eg kemst ekki með nokkru móti af
án trúar á annað líf. En hvar get ég fengið hana? Borgar sig að lesa
Myers t. d.??
Jæja, maturinn bíður á borðinu, og á eftir ætla ég i Organ Recital
í New College Chapel. Annað eins orgel er ekki til í Danaveldi og
varla á NorÖurlöndum. Það á heilt orkestur í sér og hvert hljóðfæri í
því orkestri fallegra en það á að sér. Ég öfunda sjálfan mig, það er dýrð-
legt að vera þar, sem nær til slíkra hluta.“
I næsta bréfi til Guðmundar, skrifuÖu í Torquay á Suður-Englandi
12. september 1917, hvarflar hugur hans heim til Islands, kveðst vita,
að Guðmundur yrði ekki meinsmaður þess, að hann kæmi að háskólan-
um á eftir honurn, þó að sumum öðrum, að því er hann hafi heyrt,
niuni þykja hann harla óverðugur bekkjarnautur. ,,En svona áhyggjur
um framtíð mína eru ekkert annað en skýhnoðrar langt í norðri, og í
suðri blikar sólin og hafið vítt og opið alla leið til Spánar. Þú hefur valið
snjalla og sanna tilvitnun þarna:
enginn krummi, kráka né refur
klær í þig grefur.
Það er mikil hamingja. Ég er næmur fyrir áhrifum, í sólskini og
góðvild spring ég út og gef mitt bezta, í veðurkulda og mannþræsingi
loka ég mér eins og hroddgöltur. Guð og góðir menn hjálpi mér í
Reykjavík. En ég á enn eftir heilan vetur í Oxford, og ekki skal honum
spillt með kvíða fyrir því, sem á eftir fer.
Hér hef ég verið nærri sjö vikur, fer héðan þann 17. Hér er klett-
°tt, suðrænt, pálmar og kaktusar, góður sjór. Annars hefur verið kalt
sumar, ég hef setið mikið inni, lesið talsvert og skrifað ógrynnin öll —
efni að moða úr fyrir mörg mögur ár í Reykjavík. Og mér hefur liðið
vel. Ég hef svo oft sagt við sjálfan mig á kvöldin: „Þetta er nú allra bezti
dagurinn, síðan þú komst hingað,“ að í gærkveldi svaraði mín ádeilu-