Andvari - 01.01.1976, Side 36
34
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
þeir Guðmundur og Sigurður störfuðu í nefndinni allt þar til í febrúar
1933 og á því skeiði liafi verið haldnir alls 154 fundir, er flestir stóðu
þrjár stundir. Þess er þó getið, að samfelldu starfi nefndarinnar hafi lolcið
1927, því að eftir það sé aðeins getið eins fundar í fundabók nefndarinnar.
Af þessum 154 fundum sótti Guðmundur 145 fundi, en Sigurður 132.
Nefndin fjallaði um ýmiss konar mál, sjómannamál, rafmagnsmál,
orð úr viðskiptamáli og margt fleira og átti samvinnu við fjölda sérfróðra
manna í þeim greinum, er fjallað var um. Einn þeirra manna var Stein-
grímur Jónsson verkfræðingur og síðar rafmagnsstjóri, og ritaði bann grein
í Skírni 1962 um nýyrði í tæknimáli. Kveðst hann hafa leitað til nefndar-
innar árið 1920, þegar hann gekk í þjónustu Reykjavíkurbæjar og honum
var falið að semja reglur um raflagnir handa rafmagnsveitunni. Hafi þeir
málfræðingarnir brugðizt vel við og hann átt allmarga fundi með þeim.
Steingrímur lýsir þeim í grein sinni m. a. með svofelldum orðum: ,,Guð-
mundur Finnbogason var ákaflega hugkvæmur og orðhagur. Hefir hann
auðgað íslenzkt mál líklega mest allra nútíðarmanna. . . Sigurður Nordal
var hinn öruggi smekkmaður á íslenzkt mál og dæmdi um, hvort tillögur
Guðmundar væru líklegar til festu í málinu.“
Eitt erfiðasta viðfangsefni nefndarinnar var sú þýðing laga og reglu-
gerðar — eða tilskipunar, eins og hún var nefnd — um eftirlit með skipum
og bátum og öryggi þeirra, er prentuð var 1922.
Einn ráðunauta nefndarinnar, Sveinbjörn Egilsson skrifstofustjóri
Fiskifélags Islands, sagði sig allsnemma úr lögum við nefndina og gekk
síðar í berhögg við stefnu hennar, gaf út t. a. m. 1925 Handbók fyrir ís-
lenzka sjómenn, þar sem engu var skeytt um starf nefndarinnar. Guð-
mundur varð til að verja stefnu hennar, og spannst af ritdeila milli hans
og Sveinbjarnar.
Sigurður tók ekki beinan þátt í þessari deilu, enda var hann þá á
förum utan. En hún varð til þess, að hann veitti skyldum deilumálum
annars staðar á Norðurlöndum meiri athygli en hann hefði ella gert, og
reifar hann þau í fyrirlestri, er hann flutti ári síðar og nefndi Málfrelsi, en
hann var prentaður í Lesbók Morgunblaðsins 5. desember 1926. í fyrir-
lestrinum segir Sigurður svo m. a.: ,,Menn hafa líka vakað yfir tungunni
af öðrum ástæðum: vegna sambandsins við fornöldina, þjóðernis og sjálf-