Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 41
ANDVARI
SIGURÐUR NORDAL
39
Sigurður svaraði Ragnari í Vöku 1928, þótti hann í grein sinni
segja „margt snjallt og röggsamlega og sumt skynsamlega um skamm-
sýni þeirra rnanna, er hafa að leiðarstjörnu hugsjón bergþursanna: að
vera sjálfum sér nægur, og vilja hægja öllum straumum nýrrar rnenn-
ingar frá landinu." En Ragnari verði á í messunni, þegar hann taki
hann (þ. e. Sigurð) sem fulltrúa slíks hugsunarháttar. Harmar Sigurður,
að Ragnar skuli ekki hafa getað gert athugasemdir við greinina um
Oræfinga án þess að rangfæra hana.
Svar Sigurðar er í einum svonefndra bókmenntaþátta í Vöku, en
í þeim kemur hann víða við, víkur t. a. m. að Halldóri Kiljan Laxness
og Vefaranum frá Kasmír og segir þá m. a.: „Halldór er gáfaður æsku-
maður, sem kemur dauðþyrstur ofan úr Mosfellssveit suður í heim og
fer á grenjandi túr í Evrópumenningu, góðri og illri, gamalli og nýrri.
Hann á sér framúrskarandi mælskugáfu, sem stundum heldur við fullu
kjaftæði, og hann veltir yfir lesandann flóði af hugmyndum, með og
án tilvitnana." Og í öðru sambandi segir hann: „Það heyrist stundum
nú í seinni tíð, að alþýðumenning vor sé að mestu leyti skjall og skrum.
Víst er um það, að henni er að ýmsu leyti áfátt og réttmætar aðfinnslur
geta orðið henni að gagni. En þær þurfa þá helzt að koma frá mönnum,
sem eitthvað hafa til samanhurðar og vita, hvað alþýða er og hvað menn-
ing er. Halldór Kiljan Laxness hefur (að því er Heimskringla segir)
látið sér þau endemi um munn fara, að menningu og bókmenntun
alþýðu sé hælt hér úr hófi af pólitískum ástæðum og þess gjaldi svo verk
hinna meiri háttar skálda. Hann virðist helzt halda, að íslenzk sveita-
menning hafi verið fundin upp sér til bölvunar, til þess að skyggja á Vef-
arann mikla. Það er eins og ef því væri haldið fram, að Esjunni hefði verið
tildrað upp til þess að gera lítið úr Nathan & Olsen.“
Þegar leið að þúsund ára afmæli alþingis, urðu ýmsir til að setja
fram tillögur um hátíðarhöldin á þeim merku tímamótum. Sigurður ritaði
t- d. stutta grein um þetta efni í Vöku 1927, og er þar nokkur óhugur í
honunr. Hann vill, að íslendingar ætli sér af, reyni ekki „að „spila stór-
þjóð“ né leyna því, að vér séum efnalega frumhýlingar." Og síðar segir
hann: „Mér býður við þeirri hugsun, að þessi einstaka minningarhátíð
fari frarn í merki auglýsingaskrumsins. Hún á umfram allt að auka sjálfs-