Andvari - 01.01.1976, Side 43
andvahi
SIGURÐUR NORDAL
41
alþingishátíðina, var hér eina viku og minnist daganna á Þingvöllum
með óblandinni gleði."
Þessi vikudvöl varð til þess, að Sigurður kynntist bandarískum pró-
fessor, Francis Peabody Magoun Jr., er síðar stuðlaði að því, að bonum
var boðið að verða svonefndur Cbarles Eliot Norton prófessor við Har-
vard-háskóla veturinn 1931—32. Sigurður kveðst þennan vetur hafa lifað
upp aftur efni bókar þeirrar, er áður gat, við svipuð skilyrði og á Oxford-
árunum, nema nú hefði bann mun meiri þekkingu við að styðjast um
síðari aldir. Sigurður vann næstu árin í tómstundum að samningu rits á
ensku upp úr fyrirlestrum þeim, er hann flutti við Harvard-báskóla, en
ákvað síðar að salta það, unz bann hefði skrifað rækilega um efnið á ís-
lenzku. Áður en af því yrði, varð til áætlunin um ritverkið Arf Islendinga,
en íslenzk menning skyldi vera einn bluti þess.
Eitt þeirra verka, er Sigurður var að fást við á árunum fyrir, um
og upp úr 1930, var útgáfa Egils sögu Skalla-'Grímssonar á vegum Idins
íslenzka fornritafélags, en það var stofnað 14. júní 1928, og var Jón Ás-
björnsson hæstaréttarlögmaður aðalhvatamaður að stofnun þess. Sigurður
var þegar í öndverðu ráðinn útgáfustjóri, og settu bann og stjórnin sér i
fyrstu það takmark að gefa út íslenzk fornrit í 32 bindum, en í nýrri
áætlun, er samþykkt var 1932, var þó gert ráð fyrir, að bindin yrðu alls
35. Útgáfan skyldi í hvívetna verða bin vandaðasta, svo að til fyrirmyndar
mætti verða, og yrði hún þó sniðin við almennings hæfi.
Sigurður markaði stefnuna með útgáfu Egils sögu, en bæði vegna
lasleika og síðar rneira en ársdvalar erlendis dróst verkið á langinn, og
kom Egils saga ekki út fyrr en vorið 1933. ,,Hins verður líka að geta,“
segir Sigurður í lok formála síns fyrir sögunni, ,,að tafsamt hefur verið að
ráða fram úr bverju atriði um tilhögun og frágang þessa bindis, sem fyrst
var prentað, svo að eftir því mætti fara um þau bindi, er á eftir koma.
Nú er ísinn brotinn, og má búast við, að greiðar gangi framvegis.“
Sigurður gerir í formálanum grein fyrir vísurn og kvæðum Egils og
sambandi þeirra og sögunnar, greinir frá öðrurn heimildum, tímatali, hvar
°g hvenær sagan muni rituð, frá böfundi hennar og loks bandritum og
utgáfu. Sigurður setur hér fram enn ýtarlegar en áður kenningar sínar um
þróun íslenzkrar sagnaritunar. Hann talar fyrst um sunnlenzka skólann,