Andvari - 01.01.1976, Síða 50
48
riNNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVABI
vík og Kaupmannahöfn menn í nefndina. Þessir íslendingar voru í nefnd-
inni: Arni Pálsson, Einar Arnórsson, Halldór Hermannsson, Jón Helga-
son og Sigurður Nordal, en Danir Erik Arup, Johannes Brpndum-Nielsen,
Axel Linvald, Ejnar Munksgaard, Paul N0rlund og Carl L Petersen.
Nefndin kom saman í Kaupmannahöfn sumarið 1937 og öðru sinni
1939, en eftir að samgöngur milli Islands og Norðurlanda rofnuðu snennna
í heimsstyrjöldinni síðari, tók fyrir þátttöku heima-íslendinga í störfum
nefndarinnar, og látum vér því nú handritamálið hvílast um hríð.
Eitt þeirra mála, er þeir félagar, Sigurður og I lalldór, ræddu mikið
á þessum árum, bæði þegar þeir hittust og í bréfum, var sú hugmynd að
hefja skipulega útgáfu á enskum þýðingum fornsagnanna. Sigurður víkur
að þessu máli í bréfi, er hann ritaði í Scarborough á Englandi 18. ágúst
1935: ,,Munksgaard er nú fyr og flamme út af hugmyndinni um enskar
þýðingar. En það er ekki til neins að ætla að hrapa að slíku verki. Eg hef
nú talað allrækilega um þetta við þá Gordon og Tolkien. Gordon hefur
lofað að koma til Hafnar næsta sumar, og þá vil ég, að við ræðurn þetta
saman og við Munksgaard. Þú veizt um þá krafta, sem eru í Ameríku,
Gordon um England, og þetta er ekki einungis peningaspursmál, heldur
liggur mér við að segja fyrst og fremst mannaflaspursmál. Og hér er ég alveg
óviss um, hvort er nauðsynlegra, þýðingar eða textar með enskum formál-
um og skýringum.“
Þetta mál dróst stöðugt á langinn, erfitt reyndist að koma á fundi, og
prófessor E. V. Gordon í Leeds, er gefið hafði út ágætt verk 1927 til kynn-
ingar norrænum fornhókmenntum: An Introduction to Old Norse, varð
nokkuð svifaseinn, og fór svo, að ekkert hafði orðið úr framkvæmdum,
Jiegar heimsstyrjöldin skall á. Sigurður átti Jró síðar eftir að koma aftur að
þessari hugmynd, og verður vikið að því, þegar Jrar að kemur.
Eins og að likum lætur, verður í yfirliti sem Jressu að sleppa mörgu, svo
víða sem Sigurður kom við á langri og tíðum athafnasamri ævi. Vér skulum
nú, áður en lengra er haldið, líta á örfá atriði frá fyrra skeiði ferils hans.
1 erindi, er Sigurður flutti á aldarafmæli Gríms Thomsens 15. maí
1920 (og birt var fyrst í Eimreiðinni 1923), segir hann í upphafi næstsíð-
asta Jiáttar erindisins:
,,Saga flestra íslenzkra afburðamanna frá síðari öldum er tilbreyting