Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 51
andvari
SIGURÐUR NORDAL
49
sama stefs. ÞaS er eins og þessir menn séu tilraunadýr alvizkunnar til þess
að sýna, hversu mikils göfugur og frjálsborinn andi má sín, jafnvel þegar
allt umhverfis er upp á móti. Þess vegna verða ævisögurnar í íslenzkri bók-
menntasögu, þegar þær verða rétt skildar og skrifaðar, ef til vill enn merki-
legri en ritin sjálf. Og að sumu leyti má við það una, því að af öllum verð-
mætum, sem vér fáum að kynnast, er mannssálin sjálf, afklædd öllu því,
sem menn eiga, afreka og sýnast, vafalausast og aðdáanlegast. 011 verk
eru einungis brot úr sálarlífi höfundar, hann sjálfur er heildin, sem tengir
hrotin saman og varpar ljósi á þau. Því er eðlilegt að leita mannsins, ef
maður ann verkunum:
Vilda eg sjá þá húð, kvað Halldór fyrstur,
sem hemingurinn þessi af er ristur.
Því kemst hinn duli Grímur ekki hjá því, að vér skyggnumst sífellt eftir
honum að baki kvæðanna og finnum hann þar, sem hann þykist hafa
fólgið sig bezt.“
Sigurður hefur fundið, sem hann mátti, að hann hafði með hinni
nieitluðu grein sinni um Grím markað spor í ritun íslenzkrar bókmennta-
sögu, 0g þetta fundu menn og brátt, þegar þeir kynntust erindinu á prenti,
t- a. m. segir Stephan G. Stephansson í bréfi til Jónasar Hall 12. marz
1924 um Sigurð: „Sigurður afbragðsgáfaður, andans maður og söguskáld.
Beitir speki sinni og sálarfræði svo snilldarlega við rithöfunda okkar foma
°g nýja, að maður lifir í nákynningu við hug þeirra og hjarta og sál og
samvizku. Aðeins svo er líka sagan sögð til gagns og gleði. Til dæmis grein
Sigurðar um Grím Thomsen, eða ritgjörð hans núna um Völuspá í Árbók
Háskóla íslands."
Matthías Jochumsson dó 18. nóvember 1920, og kom í hlut Sigurðar
aÖ flytja tölu á samkomu Bókmenntafélagsins til minningar um skáldið 19.
febrúar 1921, en hún birtist síðan í Eimreiðinni það ár. Sigurði var að
vonum vandi á höndum, en honum tekst að leysa hann á frumlegan hátt,
°g er bezt að gefa honum orðið í upphafi erindisins:
,,Enginn veit, hvað átt hefur, fyrr en misst hefur, segir máltækið. Það
a við um allan fjölda manna. AS þeim látnum fara þeir, sem eftir lifa,
fyi'st að gera sér gildi þeirra fullljóst og skilja, hvert rúm þeir hafa skipað,
4