Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1976, Page 56

Andvari - 01.01.1976, Page 56
54 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVAKI Hn um það segir hann m. a.: „Hugsunin um, að afli fljótsins og fossins verði stjórnað af tæhni mannvitsins, bendir honum á enn háleitara takmark. Mannkyninu er ætlaður miklu rneiri hlutur en að hagnýta sér náttúru- öflin. Mannssálin sjálf er afl, „aflið, sem í heilans þráðum þýtur". Þetta afl er ekki framleitt af heilanum, heldur komið frá hinni miklu uppsprettu andans — líkt og straumurinn í rafleiðsluþráðunum frá orkustöðinni. Með æðri þekkingu geturn vér náð taumhaldi á þessari andlegu orku, og þá rennur upp hin nýja öld hugarvaldsins, miklu voldugri en öld tækninnar. Með hugarvaldi á Einar fyrst og fremst við, að maðurinn fái vald á hugs- unum sínum, láti ekki berast eins og flak með straumi hugrenninganna. En hann trúir því líka, að með ræktun hugarfarsins magnist máttur manns- andans, vilji hans geti klofið lijörgin,1) sýn hans náð út yfir hina helfjötr- Liðu veröld takmarks og tírna, hann geti skynjað guðdóminn, horfzt í augu við hann án þess að deyja. Allt þetta hyggur hann hina miklu dulspekinga hafa megnað á beztu stundum sínum. Hann skilur þetta ekki til fulls, en skynjar það sem í djúpum draumi.“ Sigurður ritaði síðar enn rækilegar um Einar Benediktsson í formála fyrir útgáfu kvæðasafns á aldarafmæli skáldsins 1964. Sá formáli var svo nokkuð breyttur og aukinn gefinn út sem sérstakt rit 1971. Sigurður ritaði grein um Jóhann Sigurjónsson, nokkur brot úr mann- lýsingu, og var hún dagsett 19. júní 1940, á sextugsafmæli skáldsins (sem orðið hefði) og birt í Tímariti Máls og menningar það ár. Hann byrjar greinina á þessa leið: „Það hefur orðið hlutskipti mitt, af atvikum fremur en ásetningi, að hafa meira og minna náin kynni af mörgum skáldum. Meðal þeirra hafa verið mikil skáld, sem hafa fengið, átt skilið eða viljað fá Nobelsverðlaun, og síðan allar götur niður til skálda, sem mundu ekki hafa verið sýnileg nema í íslenzkri smásjá. Ég hef lært eitthvað um skáld- skap af þeim öllum, en áhrifin hafa verið með margvíslegum hætti. Örfá þeirra hafa verið nokkuð svipuð því, sem ég hugsaði mér í barnæsku, að skáld ættu að vera. Ég held, að Jóhann Sigurjónsson hafi komizt næst þeirri draumsjón.“ Hann getur þess síðar, hversu oft myndin af manninum, 1) Einar talar 'þarna ekki í líkingu, heldur á að skilja orð hans bókstaflega. Úr því að alheims- sálin, orka lífs og anda, hefur getað tengzt hinu dauða éfni og mótað það, ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu, að maðurinn geti með einbeittri hugsun einni saman orkað á efnið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.