Andvari - 01.01.1976, Síða 64
62
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
leggur til aS kallað verði Heiðmörk og þá stóð til fyrir atbeina Skógræktar-
félagsins að fá girt og friðað. Sigurður segir svo í lok erindis síns: „Við
munum það öll, að ísland er að ýmsu leyti örðugt og harðbýlt, veðráttan
mislynd, árferðið ótryggt, og samt vitum við, að það á ærinn auð til efna-
leorar afkomu, ef rétt er á haldið. Hinu hættir okkur miklu fremur við að
gleynra, að ekkert land á ef til vill fjölbreyttari fegurð, svipmeiri tign, engri
þjóð í veröldinni hefur verið fengin svo konungborin fóstra í hlutfalli við
hennar eigin smæð. Til íslenzkrar náttúru getum við sótt heilbrigði, endur-
nýjun, gleði, frjálshug og djörfungu, ef við viljum þiggja það. Það, sem
stórbrotið er í þjóðinni, samhliða smæð hennar, er framar öllu náttúru
landsins að þakka. Og samt geturn við verið þeir vesalings sauðir að vafra
hér í skollablindu ryks og svælu, innan um ljóta húskofa, og vita varla,
að það er ekki nema röskur stekkjar vegur til annars eins nágrennis og
bíður okkar. Góðir samborgarar í Reykjavík! Hristið þennan herfjötur
af fótum ykkar. Nemið Heiðmörk, friðið hana, græðið hana, leitið þar
athvarfs, næðis og hressingar. Gefið henni fáeina skildinga af eyðslufé
ykkar. Færið landvættum hennar að fórn fáeina svitadropa, fáeina dropa
af letiblóði, nokkur pund af óþarfa holdum, ef af slíku er að taka. Opnið
henni augu ykkar og hug, eins og hún opnar ykkur faðm sinn. Og hún
mun endurgjalda ykkur það þúsundfalt, bæði með hversdagslegri ánægju
og þegar ykkur ber harðastar raunir að höndum.“
Þegar Heiðmörk var svo formlega vígð sem útivistarsvæði Reykvíkinga
25. maí 1950, hélt Sigurður meðal annarra ræðu, sem nefnd var, þegar
hún var birt viku síðar, 2. júlí, í Lesbók Morgunblaðsins: Hér skal vera
helgireitur.
Eitt þeirra mála, er hlutu að koma upp aftur að stríðinu loknu og
vörðuðu endanlegt uppgjör Islendinga og Dana, var handritamálið. Sigurð-
ur ritar Halldóri Hermannssyni um það í fyrrnefndu bréfi 6. maí 1946,
þar sem hann segir: „Tilefni bréfsins er framar öllu AM.-nefndin og
handritamálið. Þú hefur vitanlega fengið plöggin frá nefndinni og líklega
þegar skrifað. Það höfum við ekki gert. Ég var að bíða eftir því, að grein
mín um málið kærni út í Nordisk tidskrift. Það var alls ekki svo auðvélt
að koma henni þar að, því að Svíar vilja helzt engar umræður um rnálið.
En við Herlitz [ritstjórinn] erum gamlir kunningjar. Það, sem skrifað hef-