Andvari - 01.01.1976, Page 65
ANDVARI
SIGURÐUR NORDAL
63
ur verið um þetta mál hér í seinni tíð — það versta hefurÖu séð í hlöðunum,
er ekki allt jafnheppilegt, ef maður vill láta málstaðinn njóta þess og ekki
aðeins hugsa um að þjóna lund sinni. En það lítið, sem ég hef frétt frá
Norðurlöndum, er á þá leið, að grein mín hafi heldur gert gott en illt. Nú
hýst ég við, að við skrifum senn (Á. P., E. A. og ég), leggjum greinina
með sem mitt innlegg í málið, en gerum auk þess aths. við danska innlegg-
ið, og síðan geta hinir bætt því við, sem þeir óska frekar að leggja til.
Það kann að vera óhófleg bjartsýni, eftir það sem á undan er gengið,
en ég er alls ekki vonlaus um, að handritin eigi eftir að koma til Islands.
Þó að ekki sé alltaf mikiÖ að marka, hvað Arup segir og hann ráði heldur
ekki miklu, held ég, að hann hafi fundið það, sem á eftir að koma fram,
þegar hann sagði í samninganefndinni, að „auðvitað mundu íslendingar
fá handritin fyrr eða síðar“. En qui vivra, verra" [þeir sem þá lifa, munu
sjá það].
íslendingar höfðu á fundum, sem haldnir voru með nefndum beggja
landa 1945—46 til að ræða mál, er af aðskilnaðinum leiddi, boriÖ fram
óskir um, að íslenzkum handritum í dönskum söfnurn yrði skilað til
Islands. Idafði Ólafur Lárusson samið álitsgerð um það mál og fært fyrir
því bæði söguleg og siðferðileg rök.
Sigurður birti, eins og fram kom í bréfi hans til Halldórs Hermanns-
sonar hér á undan, í 22. árg. tímaritsins Nordisk tidskrift 1946 grein um
handritamálið, en hún kom jafnframt út í íslenzkri þýðingu Magnúsar
Ásgeirssonar í októberhefti Helgafells það ár og nefndist: Hvar eru ís-
lenzku handritin bezt komin?
Tómas Guðmundsson minnist Sigurðar í inngangsorðum heftisins og
sextugsafmælis hans fyrr á haustinu. Grein Tómasar hefst á þessa leið:
„Þegar Helgafell vitjar nú lesenda sinna, seint og um síðir eins og
stundum áður, telur það sér mikinn ávinning og heiður að mega flytja þeim
að forustugrein hina merkilegu ritgerð prófessors Sigurðar Nordals um
heimflutning íslenzkra handrita frá Danmörku. Þótt ýmsir aðrir hafi gerzt
til þess að skrifa vel og maklega um þetta mál til stuÖnings og skýringar
sjónarmiði vor íslendinga, er væntanlega samt á engan hallað með þeirri
staðhæfingu, að greinargerð Sigurðar Nordals beri mjög af öðru, er um
það hefur verið ritað, að hófsemd, rökvísi og þekkingu. Hitt verður höf-