Andvari - 01.01.1976, Page 69
ANDVAIU
SIGURÐUR NORDAL
67
ef Early Icelandic Classics, sem Nelson ætlar að gefa út, komast á skrið,
þá finnst mér Jpctta tvennt vera mér til nokkurrar afsökunar gagnvart eilífð-
inni, jpótt rnargt sé ógert af Jpví, sem ég hefði feginn viljað gera."
Sigurður hefur að vonum einbeitt sér mjög að lausn handritamálsins
og átt um ]pað bak við tjöldin viðræður við þá stjórnmálamenn Dana, er lík-
legastir voru til að geta haft þar úrslitaáhrif. Vitað er, að hann ræddi málið
við julius Bomholt menntamálaráðherra, er var mjög í mun að reyna að
ieysa það, en Sigurður nefnir þó einn öðrum fremur, Hans Hedtoft for-
sætisráðherra, þegar hann löngu síðar rifjar upp handritamálið í viðtali við
Morgunblaðið 21. apríl 1971 í tilefni af heimkomu Konungsbókar og Flat-
eyjarbókar: „Hér er ekki rúm til þess að telja mörg nöfn. En eins manns,
sem því miður er horfinn af sjónarsviðinu, verð ég að geta, og honum mega
Islendingar aldrei gleyma. Það er Elans Hedtoft. Hedtoft var lausn hand-
ritamálsins og góð vinátta Dana og íslendinga í framtíðinni svo milcið hjart-
ans mál, að ég þori að fullyrða, að ég hef engan lslending þekkt, sem bar
þessa lausn fyrir brjósti af meiri einlægni.“ En fyrr í þessari sömu grein
sagði hann: „Það hefur oft verið sagt, en verður aldrei of oft endurtekið,
að með skilum handritanna hafi Danir gert verk, sem sé einstakt i skiptum
milli þjóða fram að þessu, en muni vonandi verða öðrum til fyrirmyndar í
framtíðinni. Þetta mál hefur einungis verið leyst vegna þess, að í Danmörku
voru leiðtogar, sem sjálfir litu á þetta sem réttlætismál og voru nógu víð-
sýnir og frjálslyndir til þess að leysa það á grundvelli þeirrar sannfæringar.
beini nægði ekkert minna en að fullkomna skilnaðinn með svo veglyndum
fraatti, að ekkert væri framar til fyrirstöðu sátta og vináttu í framtíðinni.
Það er vissulega ánægjuefni að geta nú fagnað hér sumum þeirra ágætis-
nianna, sem hafa átt vinsamlegan þátt í þessum gleðilegu málalokum."
Og Sigurður lýkur viðtalinu með þessum orðum: „Því aðeins getum
við tekið við þ eim [skinnbókunum] kinnroðalaust, að við lítum ekki fyrst
°g frernst á þær sem forngripi, heldur sem eggjun fyrir framtíðina, — brýn-
mgu til þess að skapa ný menningarverðmæti á hinum eldra grunni.“
Erik Eriksen, er var forsætisráðherra Dana 1950—53, getur þáttar Sig-
ui'ðar með svofelldum orðum í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins, birtu
21. apríl 1971: „Ég vil einnig taka það fram, að þegar Sigurður Nordal var
sendiherra, þá lagði hann mikið af mörkum með því að undirbúa jarðveg-