Andvari - 01.01.1976, Side 71
andvari
SIGURÐUR NORDAL
69
SigurSur víkur að þessu máli í bréfi til Halldórs Hermannssonar 5. júní
1954, kveðst hafa verið „að doka við og sjá, hvort eitthvað gerðist ekki í
handritamálinu, sem í frásögur væri færandi. Og sjá, nú er það orðið, en
sarnt á annan hátt en ég hafði vonazt eftir. íslendingar eru húnir að fara
svo með möguleika sína þar, að vandséð er, hvernig unnt er að fitja upp á
því á nýjan leik. í rauninni var það tilboð, sem kostur var a frá Dana halfu
og aldrei hefur verið birt (því að íslenzka stjórnin svaraði því óséðu!) svo
gott, að allt mátti heita íslendingum í lófa lagið. Það var jafnvel boðið, að
í öllum ágreiningsmálum milli stofnananna í Höfn og Reykjavik skyldi ís-
lenzki forsætisráðherrann vera oddamaður. Ég þarf ekki að skyra þetta nán-
ara fyrir þér. Allir vita, að ef íslendingar segja: allt eða ekkert, — þá fá þeir
aldrei neitt. Og þegar hér var nú í fyrsta sinn opnuð leið til samninga um
málið, þá neita íslendingar að tala frekar um það. Þegar þú segir í hréfi
þínu, að „þið séuð að gera þetta að æsingamáli , þa neita eg að vera í þeim
hópi. Ég hef aldrei hugsað né skrifaÖ annað um þetta mál en að við ættum
að fara svo langt sem við kæmumst, en umfram allt að leysa málið sem fyrst,
því að ég er hræddur um, að ekki sé betra að biða. Til þessa hafði eg í
rauninni fullt umboÖ stjórnarinnar, sem hefur beinlínis svikið mig í tryggÖ-
um. En ég get ekki sagt alla þá sögu, fyrr en ég er laus heÖan, sem fer nú
senn að nálgast."
Úrslit þessarar lotu handritamálsins hafa þannig valdið Siguiði mikl-
um vonbrigðum, og sýnt er, að þau lömuÖu að nokkru vilja hans t. a. m. til
ritstarfa. Hann hafði þó, áður en þetta geröist, komið frá sér 1953 í VIII.
hindi ritsafnsins Nordisk kultur yfirlitsgerð um fornsögurnar, Sagalittera-
turen, og eflaust öðrum þræði teflt henni fram a þessum tima með hliðsjon
af handritamálinu, þótt hún væri að stofni til frá vetrinum 1938-39.
En Sigurður hafði þegar vissulega lagt sitt lóð á vogarskálina í hand-
ritamálinu oo átti har enn eftir að hafa mikil áhrif.
Gylfi Þ. Gíslason, er var menntamálaráðherra á árunum 1956—71,
segir svo frá í minningargrein um Sigurð í AlþýÖublaÖinu 27. septemher
1974, að hann hafi, þegar hann heitti sér fyrir upptöku málsins að nýju
1956, leitað einslega til Sigurðar Nordals og beðið hann að segja sér, „hvers
yrði að óska, ef með sanni ætti að vera hægt að segja, að „handritin væru
komin heim“, og hvað mætti verða eftir í Kaupmannahöfn. Þetta gerði