Andvari - 01.01.1976, Side 74
72
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVABI
að móta það dýrasta í íslenzkri hugsun og reynslu í fullkomin listaverk.
En til þess að geta slíkt megum vér ekki lúta að litlu né hugsa eins og
kotungar. Vér verðum að gera bókmennt vora að heilagri íþrótt, eins og
skáldlistin var Islendingum forðum. En því fylgir heilög vandlæting fyrir
listarinnar hönd. — Mér er sagt, að til sé flokkur manna, sem kosið hafi sér
það hlutverk að greiða braut nýjum heimslausnara, hvenær sem honum
þóknaðist að fæðast. Þetta er fögur hugsjón, og svo mætti þeir menn vel
hugsa, sem íslenzkum hókmenntum unna. Þeir eiga að búa undir komu
snillingsins: fá honum í hendur hreina, auðuga og tamda tungu, innræta
honum frá barnæsku lotningu fyrir listinni og hlutverki hennar, um fram
allt gefa honum hæfilega erfiðleika að herjast við og ríkulega viðurkenn-
ingu, ef hann stenzt raunina. Mikið af þessu er á valdi ritdómara. Þeir eru
vökumenn hókmenntanna — og laun þeirra eru að heyra fyrstir manna ,,hið
fagra fótatak þess, sem sigurboðin ber“.“
Sigurður birti fyrstu ritdóma sína í Eimreiðinni 1909, og benda þeir
í rauninni þegar í átt til síðari ritdóma hans, að því er varðar tegundir þeirra
rita, er hann að jafnaði kaus að fjalla um. Fyrsti ritdómurinn er um Smæl-
ingja, fimm sögur Einars Hjörleifssonar, annar um Systurnar frá Grænadal
eftir Maríu Jóhannsdóttur. Þá er ritdómur um Almanak Ólafs Thorgeirs-
sonar í Winnipeg og um fyrstu áfanga útgáfu Finns Jónssonar á forna
kveðskapnum, Den norsk-islandske skjaldedigtning. Loks er svo getið nýrr-
ar ferðabókar frá Islandi: Quer durch Island, eftir þýzka jarðfræðinginn
Maurice von Komorowics.
I fyrsta flokknum eru rit íslenzkra höfunda, og er Ijóst, að hann hefur
að jafnaði ekki getið þeirra í ritdómum, nema einhver sérstök löngun gripi
hann til að skrifa um þau. Hann segir m. a. í bréfi til Guðmundar Finnboga-
sonar 25. nóvember 1915: „Ertu búinn að fela nokkrum að skrifa ritdóm
um Tólf sögur Guðmundar Friðjónssonar? Ef svo er ekki, þá er ég fús á
að gera það við fyrsta tækifæri. Þegar ég las þá hók og hugsaði um, að hún
hafði legið 6 ár óútgefin hjá íslenzkum bóksölum, varð ég reiður. A. m. k.
vona ég, að Skírnir láti Guðmund njóta sannmælis um þá bók. Hún er
miklu betri en bækur gerast á voru landi.“
Ritdómur Sigurðar um Tólf sögur Guðmundar Friðjónssonar kom í
Skírni 1916.