Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1976, Page 78

Andvari - 01.01.1976, Page 78
76 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI eða í handritum í eigu einstaklinga. Brýnasta verkefni, er bíður íslenzkra þjóðsagnafræðinga, er að gera sem fullkomnasta skrá um allt efni af þessu tagi, sem til er prentað eða í handritum, þótt ekki væri farið fram á meira.“ Formálarnir eru skrifaðar af mikilli íþrótt, og verða ekki séð hin minnstu ellimörk á þeim, en Sigurður var hálfníræður, þegar 1. bindið kom út. Hann segir t. a. m. í forspjalli þess svo um efnisvalið: „Um val sagnanna í þessa bók er bezt að hafa sem fæst orð. Hjá því verður ekki komizt, að einn sakni þessarar sögu og annar hinnar, allir einhverra og sumir margra. Getur það orðið þeim einhver huggun, að líklega sakni enginn eins margra og ég sjálfur! Þótt kjarni þessarar bókar, sögurnar, sem allir verða að þekkja, sé úr Þjóðsögum Jóns Arnasonar, hef ég feginn viljað láta efni úr yngri söfnum njóta sín eftir föngum. Eg skal ekki neita því, að ég hafi stundum óskað þess með sjálfum mér, að einstaka söfn hefðu verið minni að vöxtum og efnt til þeirra af meira vandlæti og vandvirkni. Ekki er nema sanngjarnt að játa, að i þeim er mörg matarholan, enda ekki heldur allt jafnmikið hnossgæti í safni Jóns Árna- sonar. Hér á við annað lögmál en í refsiréttinum, þar sem talið er betra, að margir sekir sleppi en einn saklaus sé dæmdur. Um söfnun þjóðsagna finnst mér hins vegar gilda, að þakkarverðara sé, að ýmsu léttvægu sé leyft að fljóta með, heldur en ein góð saga hverfi algjörlega í djúp gleymskunn- (( ar. Flugleiðingar Sigurðar í forspjalli 2. bindis um landvættir og í fram- haldi af því um huldufólk og trúna á það, er hreinasta afbragð, en þær kórónar hann síðan með „dæmi úr eigin sjón og raun. Til vonar og vara,“ segir hann, „verður að taka fram, að mér hefur verið hlíft við öllum ásköpuðum kynjagáfum, svo að því leyti er mér næst að halda, að ég standi að baki hverjum rakka. Það hefur aldrei neitt ,,undarlegt“ komið fyrir mig, nema ef vera skyldu fáeinir draumar. Ef mig stundum kann að óra fyrir einhverju, sem misjafnlega blasir við fólki upp og ofan, á ég það helzt að þakka mikilli einveru undir beru lofti, allt frá Jrví er ég í barn- æsku fékk að vaka yfir vellinum, vor eftir vor. En engum getur heldur komið til hugar að draga af þessu dæmi neinar „skynsamlegar ályktanir“. Nærfellt í heina stefnu suður af Búrfelli og norðan undir hæðunum, þar sem Kaldá sprettur upp, er Helgadalur. Þetta er að vísu ekki dalur í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.