Andvari - 01.01.1976, Qupperneq 80
78
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVAIU
til þeirra rnanna, sern liöfðu þakkað gestrisnina með svo lítilli háttvísi, um
leið og þær hafa vonandi fundið sér öruggara athvarf og hetra nágrenni,
— a. m. k. um stundar sakir.“
Nú verður enn vikið nokkuð að frekari rit- og útgáfustörfum Sig-
urðar.
íslenzk lestrarbók 1400—1900 kom út 1924, sem fyrr segir. Þegar
upplag hennar þraut, var tekið til þess hragðs 1931 að ljósprenta hana.
Sigurður setti saman íslenzka lestrarbók um tímabilið 1750—1930, og var
hún prentuð 1942. Sú útgáfa hefur síðan verið ljósprentuð nokkrum sinn-
um.
Árið 1953 kom út Sýnisbók íslenzkra bókmennta til miðrar átjándu
aldar, og stóð Sigurður að þeirri útgáfu ásamt Guðrúnu P. Idelgadóttur og
Jóni Jóhannessyni. Hún hefur síðan verið Ijósprentuð.
Á árunum 1947—49 komu út í þremur hindum Sögur Isafoldar.
Voru það sögur, er Björn Jónsson ritstjóri hafði þýtt af alkunnri snilld og
gefið út á sinni tíð. Sigurður Nordal valdi efnið í nýju útgáfuna og rit-
aði eftirmála 1. og 3. bindis.
I bréfi Sigurðar til Idalldórs Hermannssonar 31. júlí 1952 minnist
hann, eins og fyrr kom fram, á Early Icelandic Classics, er íý'rirtækið
Thomas Nelson and Sons í Edinborg hygðist gefa út. Þrjú bindi komu
út í þessum flokki, og var Sigurður ritstjóri ásamt G. Turville-Petre. Fyrsta
bindið var Gunnlaugs saga ormstungu 1957, annað hindið Saga Heiðreks
konungs ins vitra 1960 og þriðja Jómsvíkinga saga 1962. Var hér um
enska þýðingu þessara sagna að ræða ásamt formála, skýringum og við-
aukum. Kom Sigurður þarna frarn að nokkru hugmynd sinni um slíka
útgáfu frá 4. tugnum, og hefur áður verið vikið að henni.
Sigurður hafði mikla trú á framgangi íslenzkra fræða í Bretlandi og
fylgdist vel með þróun þeirra mála allt frá því er hann var þar ungur við
nám. Hann ritaði fróðlega grein um íslenzk fræði í Bretlandi í Vöku
1928 og sagði þar m. a. frá kynnum sínum af þeim eftir ferð til nokkurra
enskra háskólabæja um haustið það ár. Nítján árurn síðar, þá staddur á
Englandi, segir hann í hréfi til Halldórs Hermannssonar, að ,,af því, sem
ég gat kynnt mér um íslenzk fræði í háskólum hér, virðast þau mér betur
á vegi stödd en hjá frændum vorum austan hafs“.