Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 90

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 90
88 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDV-MU Sigurður gat þess, eins og £yrr segir í Minningum úr Menntaskóla, að draumsýnir og lögeggjanir skáldsins Einars Benediktssonar í Aldamóta- Ijóðum hans, er Sigurður hlýddi ungur á niðri við Austurvöll á gamlaárs- kvöld árið 1900, hafi verið sér „hljómmikil orð og ekki neinn veruleiki". Þetta átti þó fyrir sér að breytast, eftir því sem áratugir 20. aldarinnar liðu, og ekki sízt eftir að Sigurður tók að fylgjast grannt með stórvirkjun- um þeim, hverri af annarri, er Jóhannes sonur hans var svo mjög við riðinn. I þeim framkvæmdum, þar sem verkfræðingar og tugir og stund- um hundruð verkamanna með hin fullkomnustu tæki safna saman vötn- um og fljótum uppi á hálendinu og veita þeim síðan í einum farvegi ofan í orkustöðvarnar, urðu draumsýnir aldamótaskáldsins, frænda þeirra feðga, að veruleika og sönnuðust hin fleygu orð hans, að hér er ei stoð að stafkarlsins auð. Nei, stórfé! hér dugar ei minna. Vonandi eiga hin nýju orkuver eftir að mala oss gull nóg til að endur- greiða og vel betur þau lán, sem orðið hefur að taka og eru til að sjá eins og hafþök þau af ís, er Jóhannes Nordal eldri sá, þegar hann kom til Skaga- strandar vorið 1867. En úrræðagóður maður gekk þá, eins og vér munum, „upp í Höfðann og sá þaðan, að vakir voru í ísinn, og stakk upp á því, að menn reyndu að róa.“ Að því ráði var horfið, og rættist úr vel, og megi svo enn fara. Nú verða að lokum dregin saman örfá dæmi. I grein þessari hefur lengstum verið dvalizt við ritstörf Sigurðar Nor- dals, enda hafa fáir Islendingar helgað sig þeim jafn gersamlega og hann né rithöfundarferill margra annarra orðið öllu lengri. Sigurður setti sér ungur ákveðið takmark, sem hann keppti síðan að jafnt og þétt. Flestu, er hann ætlaði sér að vinna, kom hann fyrr eða síðar í verk, og það var ekki oft, að hann yrði frá að hverfa eða hann væri sleginn út af laginu. En kæmi það fyrir, féll honum það þungt, og sum slík vonbrigði melti hann með sér um hríð, þótt hann væri meiri maður en svo, að hann erfði það við nokkurn til langframa. Sjálfum fannst honum, að hann hefði e. t. v. dreift kröftunum of mikið, allt of lítið komið í hvern stað, eins og hann sagði í lokaorðum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.