Andvari - 01.01.1976, Page 93
ANDVARI
SIGURÐUR NORDAL
91
bogans undir slot þrumuveðurs? Hann slökkvir ekki leiftur eldinganna,
þaggar ekki niður í reiðarslögunum né stöðvar haglélið. Hann stendur
einungis á himni sem tákn þess og fyrirheit, að birtan muni bregða sortan-
um, sólin aftur ná skini sínu, lognið sofi að baki ofsanum. Undur hans er
í því fólgið, að hann skuli ljóma í fárviðrinu og fárviðrið enn urn stund
geisa þrátt fyrir tilkomu hans, — að þessar tvær andstæður séu í raun og
veru eitt.
Hvernig hefði síra Hallgrímur Pétursson viljað svara ‘sumum mönn-
um’, er þeir stóðu hann að mótsögnum eða fundu aðra misbresti á kenn-
ingu hans í Passíusálmunum? Hkki með heimspekilegri rökfærslu né fræði-
legum lærdómi, heldur með því að vísa til persónulegrar reynslu sinnar,
til glímunnar við ofurefli þessa yrkisefnis, til viðleitni sinnar að mæla af
heilum hug og hjarta, — til þeirrar náðar, sem honum hafði i veikleika
sínum auðnazt að veita viðtöku hverju sinni. I rauninni er svar hans fólgið
í niðurlagsorðum formálans, sem eru rituð í senn af auðmýkt og sjálfsvirð-
ingu skáldsins, sem er sér þess meðvitandi að hafa lagt allt sitt fram: ,,Þeir,
sem betur kunna, munu betur gjöra.“ “