Andvari - 01.01.1976, Page 96
94
PÁLL ÞORSTEINSSON
ANDVAIU
1343, var þar þá Maríukirkja, og lágu undir liana tvö bænhús. Tuttugu árum
síðar voru kirkjugripir, tvær klukkur og kross, lagðir til Staí'al'ellskirkju í Lóni
af þáverandi Skálholtsbiskupi. Bendir það til þess, að þá hafi veg Breiðár-
kirkju verið tekið að hnigna. Bænhús mun þó hafa verð þar fram á 17. öld.
Árið 1697 er Breiðá byggð og metin sex hundruð, en árið eftir fer hún í eyði.
Til er þingsvitni frá manntalsþingi, er haldið var á Hofi í Öræfum 1. júní
1702. Þar segir, að jörðin Breiðá hafi þá verið óbyggð í fjögur ár og að hún sé
árlega að eyðast af vatni, grjóti og yfirgangi jökla og sé það ætlun manna, að
það býli byggist aldrei framar.
Þegar Árni Magnússon og Páll Vídalín ferðuðust um ísland til að rann-
saka þjóðarhagi og safna efni í Jarðabók, þá vannst þeim ekki tími til að ferðast
um Austur-Skaftafellssýslu. Þeir veittu Isleifi sýslumanni Einarssyni umboð
til að gera jarðabók á svæðinu milli Lónsheiðar og Skeiðarársands. Þetta verk
vann Isleifur á árunum 1708 og 1709. Hann var þá á sextugsaldri og átti orðið
aldarfjórðungs embættisferil að baki í Austur-Skaftafellssýslu, og þar var hann
sýslumaður til æviloka, en andaðist árið 1720. ísleifur sýslumaður bjó á næsta
bæ við Breiðá austan Breiðamerkursands. Hann hlaut því að vera gagnkunn-
ugur á Breiðamörk. Um Fjall segir Isleifur, að það sé eyðijörð, „hefur fyrir 14
árum sézt til túns og tófta, en er nú allt komið í jökul."
1 skrá, er ísleifur sýslumaður gerði árið 1712 urn eyðijarðir í Öræfum,
segir svo: „Breiðá (Breiðármörk) hefur bær heitið og byggð fyrir 14 árum, var
hálf kóngseign, en hálf bændaeign, öll sex hundruð að dýrleika. Hún er nú af
fyrir jökli, vatni og grjóti, sést þó til tófta. Þar hafði verið bænhús, og sá þar til
tóftarinnar fyrir fáum árum og garðsins í kring. Þar lá milli dyraveggjanna í
bænhústóftinni stór hella, hálf þriðja alin að lengd, en á hreidd undir tvær
álnir, víðast vel þverhandarþykk, hvítgrá að lit, sem kölluð var Kárahella og
þar liggur á leiði Kára Sölmundarsonar, hverja hann hafði sjálfur fyrir sinn
dauða heim borið, til hverrar nú ekki sést. Þó kunna menn að sýna, hvar hún
er undir."
Eggert Ólafsson staðfestir þessa frásögn. Hann ferðaðist ásamt Bjarna Pálssyni
um Skaftafellssýslu árið 1756. I Ferðabók Eggerts og Bjarna segir svo m. a. um
Breiðamörk: „Þegar við fórum þar um, sáum við þess glöggar minjar, að þar
hafði verið jarðvegur og skógi vaxið fyrrum. Daglega ber vatnið fram undan
jöklinum mókleggja og birkilurka. Voru sumir þeirra um eitt fet að gildleika.
Hin fagra landspilda uppi í jöklinum er leifar af Breiðamörk hinni fornu. Á
heimleiðinni yfir Breiðamerkursand fór fylgdarmaður okkar með okkur upp að
vesturrönd jökulsins, þar sem kirkjan stóð fyrrum. Þar var nú ekkert að sjá