Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1976, Side 104

Andvari - 01.01.1976, Side 104
102 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARI þriSja sagan, líka efnisdrjúg, mikið efni, Víga-Styrssaga og heiðarvíga. Enn sækja þangað tvær sögur um landnám á Græn- landi nokkurt efni, þaðan eru frásagnir nokkurra þátta, og þangað er að rekja margar smásögur teknar inn í aÖrar sögur um mann, sem þess vegna verður eftir- tektarverðastur allra manna á Söguöld, Snorra goða Þorgrímsson. Minnstar sög- ur fara hins vegar af Hegranesþingi, og þaðan er engin stór saga ncma að nokkru leyti, en sjö þættir eru þaðan og skýr greinargerÖ um landnám þar í Land- námabók. Enn er það eftirtektarvert við íslend- ingasögur og þætti, hve mörgum mönn- um, körlum og konum, er þar frá sagt þannig, að höfundar sagnanna virðast kunna á þeim öll skil, ættum þeirra, bú- stöðum, nágrönnum, lunderni þeirra, eðlilegum viðbrögðum, háttum, heimilis- lífi, jafnvel líkamsburðum, kunnáttu, jafnvel úrkostum til skilnings og hættum þeirra á að misskilja aðstöðu sína. Að þessu leyti standa frásagnir þeirra framar öðrum frásögnum frá sama tíma í Norður- álfu. Auk þess virðist þetta benda ein- dregið til þess, að þetta séu annaðhvort samtímaheimildir eða sagt sé frá kynslóð, sem þeir, sem fyrst hafi frá sagt, minnist vel eða hafi fengið frásagnir um af þeim, er mundu atburðina vel, sem sagt er frá, og mcnnina, sem að atburðum stóðu. Ef svo er eigi, er þetta skáldskapur, sem ekki er sambærilegur við annað en mestu bókmenntaafrek síðustu tíma, enda er svo talið af mörgum, að ýmsir af beztu skáldsagnahöfundum síðari tíma hafi margt af íslendingasögum lært, og sann- indi þeirra hafa jafnvel verið dregin í efa með þeim rökum, að meiri vandi sé að rita sannar sögur af fullri mannþckkingu en skáldsögur um sama efni. Með þessum efasemdum verður svo látiÖ lokið al- mennum athugasemdum um íslendinga- sögur og Islendingaþætti hina fornu. En einmitt frá þessum athugasemdum hefur fyrst verið sagt vegna þess, að þær hafa að lokum ráðið mestu um skilning þess, er greinina ritar, á því, hver var uppruni þessara bókmennta, fornra íslendinga- sagna og Islendingaþátta. Næst skal svo frá því sagt, hver hefur verið ráðandi skilningur um þetta efni hingað til, og hvaða reynslu höfundur greinarinnar hefur fengið af þeim skiln- ingi. Tvær skoðanir hafa aðallega verið ráð- andi um uppruna Islendingasagna og þátta. Um þær hefur gerzt eftirtektarverÖ saga í undarlegri fylgd með sögu þjóðar- innar. Svo hafði verið um aldir, að öll þjóðin trúði því, að þessar sögur hennar væru gullsannar, og það gaf henni þrótt til að lifa mestu hörmungaraldir, sem nokkur þjóð hefur lifað, og veitti henni að lokum þrótt til að trúa á endurreisn sína og heyja fyrir þeirri endurreisn ís- lenzka sjálfstæðisbaráttu, því að hún byggi vissulega yfir þrótti og rétti til þess. Þessi trú færði jafnvel annarra þjóða mönnum og loks heilum þjóðum trú á, að þjóðin væri sjálfstæðisins makleg, þó að hún væri fámenn og snauð. Þegar hún hélt þúsund ára afmæli sitt hátíðlegt 1874, trúði hún öll og óskipt á þessi sann- indi sagna sinna og gildi sjálfrar sín vegna fortíðar sinnar. En cr vel tók að vinnast í sjálfstæðisbaráttunni, tóku ýmsir að minnast orða Ara fróða, er þeir töldu sinn læriföður í sagnfræðinni: „ En hvatki es missagt es í fræðum þessum, þá es skylt at hafa þat heldr, es sannara reynist." Svo þegar sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar lauk með sigri 1918, voru ýmsir beztu fræðimenn þjóðarinnar tekn- ir að líta svo á, að líklega væri réttara að líta á íslendingasögur fornar sem fagrar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.