Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1976, Side 114

Andvari - 01.01.1976, Side 114
112 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARl þáttinn í hvorri sögunni Eyrbyggjasögu og Laxdælasögu, og hefur þá verið flett upp Eyrbyggjasögu eins og þegar menn láta sér vilja til í ljóðabókum eða málsháttasöfnum. Þar opnaðist sagan á bls. 120-121, og var lestur hafinn á blað- síðunni til hægri og lesið til greinaskipta á bls. 123, og er þar lokið frásögn um bar- daga Snorra goða og Steinþórs á Eyri, fyrst í túninu á Helgafelli, seinna í skriðunni Geirvör. Þá sögu gátu engir kunnað svo nákvæmlega ncma hjónin Þuríður Snorra- dóttir og Gunnlaugur Steinþórsson, og varð hún fyrst nákvæm, er þau höfðu strítt hvort öðru á feðrum sínum ofur- lítið í góðu skapi og í góðum hug hvort til annars, og verður þá að minnast þess, að Þuríður var aðeins 5 ára, er faðir henn- ar dó, og voru tilfinningar hennar til hans eins og hann væri afi hennar, en ekki faðir, svo að hún gat leyft sér að hafa gaman af honum og segja frá græsku hans með ofurlítilli græsku sjálfrar sín eins og í öðrum sögum, sem hún hafði safnað og sagt um hann. Laxdælasögu þarf hins vegar að fletta upp af ásetningi til þess að lesa 69. kafla sögunnar og finna það, að þann þátt hefur Þorkell Gellisson föðurbróðir Ara fróða sagt um afa sinn og ömmu sér og öðrum til gamans og þeirra sanninda, hversu miklu meira amma hans mátti sín en afi hans. — Þetta er hálft í hvoru sagt til gamans um Þuríði og Þorkel, sem Ari Þorgilsson nefnir sér- staklega sem heimildarmenn fyrir því, sem honum hefur verið erfiðast við Is- lendingabók, tímaákvörðunum bókarinn- ar. En augljóst er um marga þætti Eyr- byggjasögu og Laxdælu, að kunnleiki á mönnum og atburðum, sem þar er sagt frá, geta ekki verið frá síðari tíma en aldamótunum 1100. Og hcitir ekki Eyr- byggja sínu nafni vegna þess, að heirn- ildirnar, sem sagan var rituð eftir, voru aðallega frá Öndurðrieyri? Si'o loks þetta: Hvers vegna \oru fjöl- margir þættir um landnámsmenn og Sögu- aldarmcnn, er ritaðir hafa verið um alda- mótin 1100, teknir til geymslu líkt og Domesday Book í Englandi aðrir en þeir, er látnir voru fylgja Landnámabók? Það var einfaldlega vegna þess, að mönn- um fannst verkefni þeirra lokið, er þjóð- félagið hafði verið endurskipulagt. Einn- ig vill svo verða í litlu þjóðfélagi, að áhugaefni, sem blossa upp af sérstöku til- efni, endast aðeins stuttan tíma. En ei þjóðin hafði borið þá tilfinningu í brjósti í heila öld, að mannfélag hennar væri stöðugt að styrkjast, en vaknaði svo allt í einu til vitundar um, að þetta þjóðfélag hennar var að leysast upp, var aftur leitað heimildanna um þá menn, er höfðu reist það í upphafi, ágæti þeirra og hvað hafði orðið þeim að falli. Fyrr en varði var mörgum hinna vitrari manna orðið ljóst, að þetta varð þjóðin að skilja, svo að hún fengi við mál sín ráðið. Með þessum skilningi á gömlum heimildum um upp- haf þjóðarinnar, rituðum af þeim, er höfðu endurskipulagt þjóðfélagið til þess að það yrði menningarþjóðfélag síns tíma, voru þessar heimildir enn endur- ritaðar, í senn sem sagnfræði og bók- menntir af mönnum, sem skildu nautn þess að lifa, erfiðleikana við það og þá hættu, sem búin var þeim sem einstakl- ingum, kynslóð þeirra og þjóð að deyja vegna kunnáttuleysis að lifa lífinu. Þann- ig varð uppruni Islendingasagna bæði sagnfræðilegur og bókmenntalegur, og segir þó þetta hvort tveggja ekki allt um sögurnar og uppruna þeirra. Enn er margt ósagt um uppruna íslend- ingasagna, sem vissulega þarf að rann- saka miklu betur en ennþá hefur verið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.