Andvari - 01.01.1976, Qupperneq 120
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON:
ísland! j a því ekki það ?
Tveir erlendir rithöfundar hafa vetursetu á Akureyri
íslenzk skáld og rithöfundar hafa löngum sótt út fyrir landsteinana til
dvalar erlendis, langrar eða skammrar eftir atvikum, og ýmis öndvegisverk ís-
lenzkra bókmennta hafa verið samin á erlendri grund. En að vonum eru þeir
fáir, erlendu rithöfundarnir, sem lagt 'hafa leið sína hingað út á hjara veraldar
til að vinna hér að ritstörfum, og undantekning, að þeir hafi haft hér vetursetu.
Mætti því ætla, að það hafi þótt tíðindum sæta þá sjaldan að svo bar við. Og
þó að það hafi ekki um langan aldur talizt til nýlundu, að utanaðkomandi skáld
'hafi tekið sér bólfestu í hinum fagra og friðsæla höfuðstað Norðurlands, finnst
manni einhvernveginn, að veturseta erlendra rifhöfunda í ekki stærri bæ gæti
varla farið alveg framhjá bæjarbúum, enda þótt þessir menn hefðu þá enn ekki
öðlazt þá viðurkenningu eða frægð, sem þeir síðar hlutu.
Þó er það svo, að eftir að mín kynslóð sleit barnsskónum og ætti því að
geta verið til frásagnar, hefur það gerzt í tvígang, að rithöfundur utan úr hinum
stóra heimi hefur haldið til íslands til vetursetu á Akureyri í þeim tilgangi að
setja þar saman bók, og mér vitanlega er þess hvergi getið í skráðum íslenzkum
heimildum, að þessir menn hafi þangað komið, eða yfir höfuð til íslands. Hefur
þó um langan aldur flest það verið fest á blað, sem markvert hefur gerzt í landi
okkar.
Því má vera, að einhverjum kunni að þykja nokkur fróÖleikur í frásögn
af þessum tveimur mönnum og dvöl þeirra á íslandi, og e. t. v. rifjast þá upp
fyrir einhverjum kynni af þeim, sem væru frásagnar verð.
Sá yngri þeirra tveggja manna, sem hér verður fjallað um, er enn ofar
moldu, hálfsjötugur að aldri, fæddur 1910. Hann heitir Axel Strindberg og er
bróðursonur þess Strindbergs, sem ekki þarf að kynna. Þótt ekki sé þeim frænd-
um saman að jafna sem rithöfundum, hefur sá yngri ekki alveg kiknað undir
nafni. Hann er fjölhæfur rithöfundur og vel metinn í heimalandi sínu, Sví-
þjóð.
Það ritverk hans, sem fyrst vakti verulega athygli, ber heitiÖ Bondenöd