Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1976, Side 120

Andvari - 01.01.1976, Side 120
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON: ísland! j a því ekki það ? Tveir erlendir rithöfundar hafa vetursetu á Akureyri íslenzk skáld og rithöfundar hafa löngum sótt út fyrir landsteinana til dvalar erlendis, langrar eða skammrar eftir atvikum, og ýmis öndvegisverk ís- lenzkra bókmennta hafa verið samin á erlendri grund. En að vonum eru þeir fáir, erlendu rithöfundarnir, sem lagt 'hafa leið sína hingað út á hjara veraldar til að vinna hér að ritstörfum, og undantekning, að þeir hafi haft hér vetursetu. Mætti því ætla, að það hafi þótt tíðindum sæta þá sjaldan að svo bar við. Og þó að það hafi ekki um langan aldur talizt til nýlundu, að utanaðkomandi skáld 'hafi tekið sér bólfestu í hinum fagra og friðsæla höfuðstað Norðurlands, finnst manni einhvernveginn, að veturseta erlendra rifhöfunda í ekki stærri bæ gæti varla farið alveg framhjá bæjarbúum, enda þótt þessir menn hefðu þá enn ekki öðlazt þá viðurkenningu eða frægð, sem þeir síðar hlutu. Þó er það svo, að eftir að mín kynslóð sleit barnsskónum og ætti því að geta verið til frásagnar, hefur það gerzt í tvígang, að rithöfundur utan úr hinum stóra heimi hefur haldið til íslands til vetursetu á Akureyri í þeim tilgangi að setja þar saman bók, og mér vitanlega er þess hvergi getið í skráðum íslenzkum heimildum, að þessir menn hafi þangað komið, eða yfir höfuð til íslands. Hefur þó um langan aldur flest það verið fest á blað, sem markvert hefur gerzt í landi okkar. Því má vera, að einhverjum kunni að þykja nokkur fróÖleikur í frásögn af þessum tveimur mönnum og dvöl þeirra á íslandi, og e. t. v. rifjast þá upp fyrir einhverjum kynni af þeim, sem væru frásagnar verð. Sá yngri þeirra tveggja manna, sem hér verður fjallað um, er enn ofar moldu, hálfsjötugur að aldri, fæddur 1910. Hann heitir Axel Strindberg og er bróðursonur þess Strindbergs, sem ekki þarf að kynna. Þótt ekki sé þeim frænd- um saman að jafna sem rithöfundum, hefur sá yngri ekki alveg kiknað undir nafni. Hann er fjölhæfur rithöfundur og vel metinn í heimalandi sínu, Sví- þjóð. Það ritverk hans, sem fyrst vakti verulega athygli, ber heitiÖ Bondenöd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.