Andvari - 01.01.1976, Page 121
ANDVARI
ÍSLAND! JA ÞVÍ EKKI ÞAÐ?
119
och stormaktsdröm — Bændaneyð og stórveldisdraumur, og kom út 1937. Þetta
er mikið rit að vöxtum, 447 bls. í allstóru broti. Það var alllöngu síðar endur-
prentað, nokkuð stytt, og þá með undirtitlinum En historik om klasskampen
i Sverige 1630—1718 — Sögulegt yfirlit urn stéttarbaráttuna í Svíþjóð 1630—
1718. Ritverkið tekur því til stórveldisdaga Svía, frá því er Gústaf II. Adolf
kastaði sér og sínum velbúna her út í þrjátíu ára stríðið 1630, svo að skipti
sköpum í þeim hildarleik, og þar til er byssukúla batt enda á líf garpsins Karls
XII. við Fredrikshald 1718.
Bændaneyð og stórveldisdraumur er ritverk, sem ber vitni miklum lær-
dómi og glöggri yfirsýn. Þetta er litrík, lifandi lýsing á sænska stórveldistím-
anum og efnið um margt tekið öðrum tökum en áður hafði verið gert. Höf-
undurinn leiðir í ljós, hvernig sænsku hástéttinni tókst að varna því, að ein-
veldi kæmist á í landinu, og halda stjórnskipulaginu nokkuð frjálsu að formi
til, jafnframt því að sama hástétt hélt áfram að mergsjúga lágstéttirnar. Mikil
skrif urðu um þessa bók á sínum tíma. Ekki voru allir sagnfræðingar á sama
máli og Axel Strindberg, og þótti sagnfræðingum af eldri skóla gæta um of
marxískra áhrifa í bókinni. En nú munu flestir sammála um, að þetta sé önd-
vegisrit.