Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1976, Page 123

Andvari - 01.01.1976, Page 123
ANDVARI ISLAND! JA ÞVÍ EKKI ÞAÐ? 121 „Blessaður farðu til íslands." „íslands?" hváði hann undrandi, en sagði síðan eftir nokkra þögn: „Til Islands, ja því ekki það?“ „Eg get svarið það,“ sagði frú Karin, að það hafði aldrei hvarflað að mér eða okkur að fara til íslands, ég nefndi þetta land hara til að nefna eitdivað, sem mér fannst órafjarlægt og fjarstæðukennt, en mánuði síðar vorum við komin þangað." Þau hjónin fóru til íslands í júlímánuði 1936 og dvöldust fyrst um sinn í Reykjavík, en snemma í september settust þau að á Akureyri og bjuggu þar fram í febrúar. Af því, sem Strindberg sagði mér af dvöl þeirra þar nyrðra, man ég það, að hann bjó hjá Karli Nikulássyni, fyrirmannlegum manni, hvítum á hár og skegg. Það þótti þeim Strindbergshjónum ljóður á ráði þessa sómamanns, sem þá var ræðismaður Frakka á Akureyri, að hann virtist nokkuð hlynntur Flitler og boðskap hans, og var svo um nokkra fleiri af þeim Akur- eyringum, sern þau hjón hittu, og áttu þau ekki von á slíku í landi, sem rómað var sem vagga lýðræðis. Með hlýhug minntist Axel Strindberg sérstaklega Erlings Friðjónssonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags verkamanna, sem þá var ábyrgðarmaður Alþýðumannsins, vikublaðs alþýðuflokksmanna norður þar, en Strindberg mun á þessurn árum hafa talið sig til vinstri arms sænskra sósíal- demókrata. En yfirleitt líkaði þeim hjónum vel dvölin á Akureyri, og þau báru mikinn hlýhug til Islands og Islendinga. Á Akureyri fann Axel Strindberg þann vinnufrið, sem hann hafði þráð. Þar komust taugar hans í lag. Hann heimti þar aftur vinnugleði sína, og þar lauk hann bókinni stóru um stórveldis- tíma Svía. Árið 1944 kom út hjá bókaútgáfunni Esju amerísk skáldsaga, Liljur vallarins, saga frá Tahíti. Þýðandi var Karl ísfeld. Á frummálinu heitir þessi bók No more gas, og er hún eftir þá félaga Charles Nordhoff og James Norman Hall. Kvikmynd, The Tuttles of Tahiti, Tuttle fjölskyldan á Tahiti, byggð á sömu skáldsögu, var gerð 1942, með Charles Laughton í aðalhlutverkinu. Hún hefur verið sýnd í íslenzka sjónvarpinu. Frægari rniklu en þessi kvikmynd, enda ólíku meira til hennar kostað, er Mutiny on the Bounty — Uppreisnin á Bounty, frá árinu 1962, gerð eftir samnefndri bók Nordhoffs og Halls, sem byggð er á sannsögulegum atburðum. Sú hók kom út 1932 og varð metsölubók og þýdd á mörg tungumál. Kvikmyndin stendur bókinni að baki, dæmigerð Hollywood framleiðsla, með frægum aðalleikurum, Marlon Brando og Trevor Howard, í aðalhlutverkunum. Áður, árið 1935, 'hafði verið gerð kvikmynd um sama efni með Charles Laughton og Clark Gable í aðalhlutverkunum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.