Andvari - 01.01.1976, Page 125
ANDVARI
ÍSLAND! JA ÞVÍ EKKI ÞAÐ?
123
Charles Nordhoff og James Norman Hall.
Vorið 1922 var Hall á flakki milli Suðurhafseyja. Honurn gekk nærri
hjarta, hversu vestræn menning hafði gjörspillt þeim unaði, sem einkennt hafði
óspillt líf hinna pólýnesísku frumbyggja á þessum slóðum. Það var komið í
hann eitthvert eirðarleysi og hálfgerður leiði á lífinu suður þar og löngun til
norðlægra landa farin að segja til sín. Meðal þeirra fáu bóka, sem hann hafði
meðferðis á skonnortunni, sem flutti hann milli eyjanna, var Life and Letters
of Lord Macaulay — Ævisaga og bréf Macaulays lávarðar, hins fræga brezka
sagnfræðings, eftir bróðurson hans, G. O. Trevelyan, sem einnig var kunnur
sagnfræðingur og stjórnmálamaður.
Meðan Hall var á siglingu milli Marquesaseyja, kom hann að kafla í bók
Trevelyans, þar sem hann fjallar um uppáhaldsbækur Macaulays og lestrar-
venjur hans. Þar stendur eftirfarandi: „Ég las,“ segir hann [þ. e. Macaulay],
>,!bók Hendersons, Iceland, með morgunverði — uppáhalds morgunverðarbók
mina. Hversvegna? LTndarlegar erum vér manneskjur. Sumar bækur, sem
aldrei myndi hvarfla að mér að lesa með miðdegisverði, eru mér að skapi með
morgunverðinum og öfugt.“