Andvari - 01.01.1976, Síða 129
ANDVARI ÍSLAND! JA ÞVÍ EKKI ÞAÐ? 127
Frá Akureyri. Hótel Oddeyri var í húsinn lengst til hægri. —
Vigfús Sigurgeirsson tók myndina.
á íslandi, hótelstýruna, póstmeistarann og konuna, sem rekur tóbaksbúð
við götuendann. [Konan í tóbaksbúðinni mun hafa verið Lára Ólafsdóttir, sem
fræg hefur orðið af Bréfi Þórbergs Þórðarsonar til hennar. Aths. þýð.].
Að utan séð hefur hótelið auðnarsvip strandhótels að loknum ferðamanna-
tímanum. Vindutjöld eru dregin fyrir alla glugga nema á mínu herbergi, því að
hér eru engir aðrir gestir og verða ekki fyrr en næsta sumar, segir hótelstýran
mér. Ferðamenn koma ekki til Islands svo seint á árinu, og síðan heimsstyrjöld-
inni lauk, hafa þeir verið mjög fáir, einnig að sumarlagi. Augljóst er, að ég mun
hafa landið fyrir mig einan til könnunar á komandi vetri.
Hótelstýran mín er fámálug, alvarleg kona. Þótt hún sé ágæt í ensku, opnar
hún sjaldan munn nema til þess að svara spurningum. Þegar hún hefur reitt fram
matinn handa mérá matmálstímanum, sezt hún við saumaskap sinn við gluggann
og er svo hljóð, að ég heyri þegar saumnálin snertir fingurbjörgina, og ég fyrir-
verð mig fyrir glamrið í diskunum, þar sem ég sit einn að snæðingi. Þegar ég
er búinn að borða, kinkar hún til mín kolli til merkis um, að ég eigi að ganga
út, og ég fer í gegnum manntóma dagstofuna, upp stigann og inn í herhergið