Andvari - 01.01.1976, Side 133
ANDVARI
ÍSLAND! JA ÞVÍ EKKI ÞAÐ?
131
jafnblátærar og þá. Þeir myndu kannast viS ýmsa þá smáu yfirborðsdrætti í
landslaginu, sem í öðrum löndum gjörbreytast eða eru máðir út á einum áratug.
Mikið myndi það gleÖja menn og konur víkingaaldar að geta, eins og ég á þessu
ferÖalagi mínu, litið yfir þá staði, þar sem þeir höfðu lifað og starfað. Efalítið
myndi það þó draga úr ánægju þessa fólks að finna, að þótt landið hafi ekkert
breytzt, varðveitir það enga minningu um það, fremur en um þá fugla, sem
flugu hér yfir mýrlendið fyrir þúsund árum. Þetta er þó ekki alveg rétt. Einstöku
óljósar menjar hafa varðveitzt, vottur af vegghleðslu hér og þar, ógreinilegar út-
línur fornrar hofrústar, laut, þar sem forðum var búð og þar sem verzlað var,
þegar skip komu heim frá Noregi eða Bretlandseyjum. En snjór hefur um aldir
fallið á þessa staði, stormur og regn hafa rofið og jafnað, svo að útlendingi myndi
varla detta í 'hug, nema honum væri á það bent, að þessar ógreinilegu útlínur eða
strjálu grjótdreifar væru vottur mannaverka.
Á ferðalagi mínu hreppti ég ekki alltaf, og raunar ekki heldur oftast, góð-
viðri. Dalirnir voru ekki alltaf baðaðir mjúku sólskini. Oft grúfðu yfir þeim
ský, sem sýndust næstum eins föst fyrir og sjálfar fjallahlíðarnar. Stundum
lagðist kuldaleg þoka yfir landið, og síðan rigndi langtímum saman. Var þá
sannast að segja sem við ferðuðumst um óbyggt land, eða um land, þar sem
vofur einar voru á reiki og gáfu frá sér ömurleg illsvitandi hljóð, sem voru í
raun krunk hrafna. Þegar upp stytti og aftur birti í lofti, sáust hér og þar litlar,
álútar og ömurlegar verur, sem siluðust áfram og sveifluðu handleggjunum á
sérkennilegan hátt. Ég gat aðeins ímyndað mér, hvaða verur þetta væru, ís-
lenzkir bændur að slá síðustu dýrmætu slægjurnar. Skrumskældar af þokunni
sýndust þessar verur í smæð sinni og fjarska vera vanskapaðir jarðarandar í
einhverjum erindagjörðum, sem áttu ekki skylt við neitt mannlegt. Þegar við
rákumst á einhverja af þessum verum rétt við veginn, kom það alltaf á óvart
að sjá hana rétta úr sér og sjá góÖvildina í brosi hennar, er hún skiptist á kveðjum
við leiðsögumann minn. Ég hafði lesið svo rnikið um íslenzkt þunglyndi, og
þessa drungalegu daga átti ég von á því að sjá einhver merki þess á því fólki,
sem við hittum, en ef dæma má af svo stuttum kynnum, eru Islendingar jafn
glaðlyndir og fólk í öðrurn löndum. Og vissulega eru þeir ekki jafnmikið uppá
sólskin komnir til að geta haldiÖ sálarheilsu. Ég hygg, að skoÖanir þeirra, sem
svo mjög hafa fjasað um íslenzkt þunglyndi, hafi litazt af landslagi og loftslagi
og þeirra eigin þunglyndisþönkuin, er þeir ferðuðust á þessum eyðilegu slóð-
um.
Að vísu ætti að vera auÖvelt að sannfæra sjálfan sig um, að þunglyndi