Andvari - 01.01.1976, Page 135
ANDVARI
ÍSLAND! JA ÞVt EKKI ÞAÐ?
133
skrifar um þá 1863: „Islendingurinn er að eðlisfari daufur, íhaldssamur úr hófi
og skelfilega framtakslaus." Ef þeir íslendingar, sem ég hef kynnzt, eru sömu
dauðyflin og 1863, hefði verið gaman að kynnast því, hvernig enskir dugnaðar-
menn voru á dögum Baring-Goulds.
Á rigningarkvöldum gafst mér ríkulegt tóm til að grandskoða gestaherberg-
ið og það, sem þar var inni. Ég byrjaði á bókasafninu, síðan virti ég fyrir mér
litaðar, steinprentaðar myndirnar á veggjunum, gömlu, máluðu kisturnar und-
ir rúmföt og borðdúka og innrammaðar fjölskyldumyndirnar í röð á kommóð-
unni. Ég naut þöguls félagsskapar þeirra og talaði við þær á því alþjóðlega
orðvana máli, sem allar mannamyndir skilja. Það voru bæði alvarleg og glað-
leg andlit, hárprúðar, bláeygar yngismeyjar, ágætir fulltrúar norræns yndis-
þokka, ungir menn með sterkleg andlit — illa sniðin fötin gátu eigi leynt því,
að þeir voru vel vaxnir — foreldrar með hraustlegan barnaskara, breiðleitar og
bringubreiðar ömmur með gráhvítt hárið fléttað og fest upp undir svarta flauels-
skúfhúfu, ernir öldungar, frænkur, frændur — andlit alls þessa þögla félags-
skapar báru vitni einföldu, heilbrigðu lífi. Ég skoðaði mörg samsöfn fjölskyldu-
mynda og minnist þess ekki að hafa séð lymskulegt andlit eða andlit einhvers,
sem ég hefði ekki viljað hitta lífslifandi.
Ég gekk síðan um gólf í gestaherberginu og hugsaði um þessa þjóð, sem
ég vonaði að ég ætti eftir að kynnast nánar, velti því fyrir mér, hvernig stæði á
því, að henni hafði tekizt að lifa svo svipuðu lífi í allar þessar aldir og komast
nú á síðustu tímum af án svo margs af vafasömum gæðum nútíma menningar.
Loftslagið, landið sjálft og lega þess eiga vafalaust sinn drjúga þátt í þessu, en
fleira virtist koma til. Líklega er það með réttu, að Baring-Gould kallar íslend-
inga íhaldssama. Þeir eru vantrúaðir á breytingar og lifa eins og feður þeirra
og afar. Að skilvindum undanteknum sá ég hvergi á leið minni um landið
neinar þeirra mörgu véla og annarra þæginda, sem sjálfsögð þykja á nútíma
heimilum, engin þráðlaus móttökutæki, engin sunnudagsblöð, ekkert sem ak-
vegir gætu kallazt, hvað þá bílalestir, ekki einu sinni kvikmyndahús nema í
nokkrum af stærstu bæjunum. Ég get ekki sagt að ég saknaði neinna þessara
þæginda, en ég saknaði upphitunar. Þar fannst mér of langt gengið í þæginda-
leysi. Hvergi var arinn í gestaherbergi og ekki heldur ofn. Einhver kann að
spyrja, hvað gera eigi með upphitun að sumarlagi. Kæri lesandi, tómið milli
stjarna himingeimsins getur varla virzt kaldara en baðstofa á íslenzkum sveita-
bæ á rigningarkvöldi í ágústlok. Ég held, að ekki hafi hvarflað að gestgjöfum
mínum, að mér væri kalt. Þeir kveikja ekki upp að sumarlagi nema í eldhús-